Af hverju ættirðu að taka þátt í YfEJ áætluninni?
YfEJ verkefnið er tilvalið fyrir fyrirtæki og stofnanir sem eru að leita að ungu fólki í sérstök störf, en finna ekki rétta aðilann í heimalandinu sínu. Með því að taka þátt í YfEJ opnast dyr að dýrmætu tengslakerfi með ungum atvinnuleitendum og auk þess nýturðu kostanna af ferskum hugmyndum og skoðunum sem ungir starfsmenn, lærlingar eða starfsnemar frá öðru landi hafa fram að færa.
Hver eru helsti ávinningur af YfEJ fyrir fyrirtæki og stofnanir?
- Að auglýsa lausar stöður í stóru netkerfi með ungum væntanlegum starfsmönnum;
- Ef þú ert með lítið eða meðalstórt fyrirtæki, færðu fjárhagslega styrk til að koma á móts við þjálfun og aðlögunarkostnað þegar þú tekur að þér nýjan starfsmann, lærling eða starfsnema.
- Fáðu aðstoð við að greina þarfir fyrirtækis þíns og skilgreindu viðeigandi og fýsilega aðlögunaráætlun fyrir framtíðarstarfskrafta eða starfsnema.
Hvaða fyrirtæki eða stofnanir geta tekið þátt í YfEJ áætluninni?
Til þess að geta tekið þátt í YfEJ áætluninni verðurðu að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Fyrirtækið þitt eða stofnun er staðsett í einu af 28 löndum Evrópusambandsins, á Íslandi eða í Noregi;
- Þú ert að leita að starfsfólki í sérstakar stöður en átt erfitt með að finna viðkomandi í þínu landi;
- Þú ert til í að ráða starfsfólk, lærlinga eða starfsnema, á aldrinum 18-35 frá öðru ESB-ríki, Noregi eða Íslandi;
- Þú ert með aðstöðu til að bjóða upp á þjálfun í starfi og annan stuðning fyrir ungt starfsfólk.
Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir tekið þátt í YfEJ?
Opinberu vinnumálastofnanirnar, sem taka þátt í EURES samstarfsnetinu, sjá um framkvæmd Fyrsta EURES starfsins. Allt sem þú þarft að gera til að taka þátt í verkefninu er að skrá þig hjá þessum opinberu vinnumálastofnunum (yfirleitt er það gert með því að fylla út umsóknareyðublað og senda upplýsingar um þig í gegnum vefsíðu eða með tölvupósti á netfang tengiliðs).
Ef ekki er í boði YfEJ þjónustu í heimalandi þínu, geturðu haft samband við hvaða aðila sem er á þessum lista. Við mælum með að þú hafir samband við leiðandi atvinnuþjónustur á Ítalíu, Svíþjóð, Frakklandi eða Þýskalandi.
Hvar get ég fundið frekari upplýsingar?
Vefsíðan Fyrsta EURES starfið þitt á vefsvæði EURES er frábær staður til að byrja að leita ef þú vilt fá að vita meira um verkefnið. Þar er einnig hægt að finna frekari upplýsingar og fjöldann allan af nytsamlegu kynningarefni, eins og Leiðbeiningarbæklingur fyrir fyrsta EURES starfið þitt, sem er fáanlegur á DG EMPL vefsíðunni.
Tengdir hlekkir:
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir atvinnurekendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Eures á Google+
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 6 September 2017
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Hjálp og aðstoð
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles