Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring27 September 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Ungir atvinnuleitendur verða árstíðabundnir skemmtikraftar vegna samstarfs milli Eures í Frakklandi og Ítalíu

Eures í Frakklandi og  Eures á Ítalíu stuðluðu að því að veita fjórum ungum Evrópubúum tækifæri til að vinna við árstíðabundin störf hjá ítölsku fyrirtæki í afþreyingariðnaði.

Young jobseekers become seasonal entertainers thanks to collaboration between EURES France and Italy
Igor Palla

“Síðastliðinn nóvember þegar ég var á þjálfunarviðburði Eures í Svíþjóð hitti ég Biancangela Fabbri frá Eures í Ítalíu,” rifjar Sébastien Faure frá Eures í Frakklandi upp.

“Meðan á þjálfunarviðburðinum stóð, upplýsti Biancangela okkur um að einn vinnuveitenda hennar á Ítalíu, Your Friends Animazione, væri að leita að umsækjendum hvaðanæva að frá Evrópu,” útskýrir hann. Biancangela var að leita að umsækjendum til að starfa sem skemmtikraftar fyrir börn í orlofsmiðstöðvum sem Your Friends Animazione ráku yfir sumarið.

“Ég lagði til við Biancangela að unnið yrði saman að því að kynna störfin hjá Your Friends Animazione fyrir hinum ungu umsækjendum okkar sem skráðir voru í Evrópska samstöðusveitar- verkefnið,” segir Sébastien.

Hann fékk fljótlega margar umsóknir frá ungum frönskum atvinnuleitendum og skipulagði síma- og Skype viðtöl milli Your Friends Animazione og umsækjendurna.

“Það er athyglisvert og skemmtilegt að vera algerlega umvafinn ítalskri menningu”

Að loknu vel heppnuðu ráðningarferli voru fjórir umsækjendur frá Frakklandi og Spáni valdir til að taka þátt í fimm daga þjálfun í Toskaníu í apríl 2019. Þau voru síðan þjálfuð til að starfa í hlutverkum sem skemmtikraftar fyrir börn. Félagið greiddi ferðir og uppihald í viku.

Einn hinna ungu þátttakenda var hinn 20 ára gamli Wilfried frá Île-de-France, sem er rétt hjá París. Áður en hann var valinn var Wilfried ekki í námi, launavinnu eða þjálfun. Að lokinni frumþjálfun sinni er Wilfried núna í tveggja mánaða starfsnámi hjá Your Friends Animazione. Wilfried starfar hjá orlofsmiðstöð í ferðamannaþorpi á eyjunni Sardiniu. Verkefni hans eru m.a. skipulagning íþróttaviðburða fyrir táninga og skipulagning á skemmtunum á hverju kvöldi.

“Þetta er lýjandi, allt á að ganga hratt fyrir sig,” segir Wilfried. “En þetta er svo skemmtilegt að hitt skiptir ekki máli.”

Hann var búinn að tileinka sér margskonar kunnáttu, þ.á.m. er hann búinn að bæta enskukunnáttu og hann er búinn að læra nokkuð í ítölsku og þýsku. Hann hefur einnig notið þess að kynnast annarri menningu milliliðalaust.

“Það er athyglisvert og skemmtilegt að vera algerlega umvafinn ítalskri menningu”, segir Wilfried. “Í upphafi skildi ég ekkert sem sagt var á ítölsku. Núna skil ég það sem sagt er."

Eftir að tíma hans lýkur á Ítalíu stefnir Wilfried að því að flytjast til útlanda aftur, í þetta sinn til Danmerkur, þar sem hann mun fara í starfsnám hjá Evrópsku sjálfboðaliðaþjónustunni í skóla fyrir ungt fólk sem er fatlað.

“Við höfðum bæði trú á verkefninu”

Eures skrifstofa Biancangela í Pistoia er nú búin að vera í samvinnu við Your Friends Animazione í nokkur ár og henni finnst að það sé eitthvað sérstakt varðandi þá reynslu sem ungir atvinnuleitendur eins og Wilfried öðlast við að starfa með félaginu.

“Þeim tekst að framkalla það besta hjá ungu fólki sem er valið án nokkurrar undanfarandi reynslu sem skemmtikraftar og sem oft koma á staðinn kvíðnir og feimnir, ómeðvitaðir um hæfileika sína” segir hún.

Biancangela fer einnig mjög lofsamlegum orðum um Sébastien og um það hversu árekstralaust þetta alþjóðlega samstarf þeirra er. “Sébastien og ég skildum hvort annað samstundis þar sem við notuðum sömu starfsaðferð,” útskýrir hún. “Við trúðum bæði á verkefnið, og innlifun hans, eldmóður og tjáskipti auðvelduðu mér að taka þátt í samstarfinu.”

“Saman vorum við samstíga: Ég studdi félagið varðandi skráningu verkefnisins og val á umsækjendum, og hann kynnti starf það sem var laust og umsóknir frá ungu frönsku fólki.”

Sébastien er jafnþakklátur Biancangela, þar sem hann lýsir framtakinu sem “frábær samvinna”. Þau tvö vonast til að eiga frekara samstarf í framtíðinni, og hafa þegar gert áætlanir um að endurtaka þetta árangursríka framtak með Your Friends Animazione árið 2020.

 

Tengdir hlekkir:

Your Friends Animazione

Evrópska samstöðusveitin

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finndu Eures Starfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
 • EURES bestu starfsvenjur
 • EURES þjálfun
 • Ytri EURES fréttir
 • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
 • Nýliðunarstraumar
 • Árangurssögur
 • Ungmenni
Geirinn
 • Accomodation and food service activities
 • Activities of extraterritorial organisations and bodies
 • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
 • Administrative and support service activities
 • Agriculture, forestry and fishing
 • Arts, entertainment and recreation
 • Construction
 • Education
 • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
 • Financial and insurance activities
 • Human health and social work activities
 • Information and communication
 • Manufacturing
 • Mining and quarrying
 • Other service activities
 • Professional, scientific and technical activities
 • Public administration and defence; compulsory social security
 • Real estate activities
 • Transportation and storage
 • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
 • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.