Fara yfir í aðalefni
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 30 Nóvember 2022
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 3 mín. lestur

Hvað gerir Evrópusambandið til að styðja við fatlaða

3. desember heldur heimurinn upp á Alþjóðadag fatlaðra. Kynntu þér hvað Evrópusambandið gerir til að tryggja að fatlaðir í Evrópu búi við jafnan aðgang að skólum, atvinnu, innviðum, vörum og þjónustu.

What the EU does to support persons with disabilities

Þó að það séu um 87 milljónir fatlaðra í Evrópusambandinu verða þeir oft fyrir óréttlátri meðferð eða mismunun. Atvinnuþátttaka fatlaðra er langt undir meðalatvinnuþátttöku í Evrópusambandinu − aðeins 50%. Aðgengi þeirra að menntun er einnig lágt því minna en 30 % hafa sótt sér æðri menntun. Auk þess býr fjórðungur þeirra við fátækt eða félagslega útskúfun.

Evrópusambandið vinnur hörðum höndum að því að taka á þessum vandamálum með margvíslegum hætti. Öll aðildarríki Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að bæta líf fatlaðra og byggja á sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins og sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi.

Hornsteinn félagslegra réttinda í Evrópu

17. meginregla Hornsteins félagslegra réttinda í Evrópu segir að fatlað fólk eigi rétt á bótum sem tryggja því að lifa með reisn, þjónustu sem gerir því kleift að taka þátt á vinnumarkaðinum og í samfélaginu og vinnuumhverfi sem lagað er að þörfum þess.

Hornsteinn félagslegra réttinda í Evrópu.

Stefna um réttindi fatlaðra 2021−2030

Í mars 2021 kynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins einnig metnaðarfulla stefnu um réttindi fatlaðra 2021-2030. Stefnan miðar að því að fatlaðir geti tekið að fullu þátt í samfélaginu, á jafnréttisgrundvelli með öðrum í ESB og víðar. Efni stefnunnar byggir á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem öll aðildarríkin hafa undirritað.

Frekari upplýsingar um stefnuna um réttindi fatlaðra 2021-2030.

Evrópulög um aðgengi

Evrópulögin um aðgengi setja mark sitt á stefnuna en þau tryggja að allir hafi aðgang að fjölbreyttu úrvali af daglegum vörum og þjónustu. Samkvæmt lögunum hafa fyrirtæki fram til ársins 2025 til að tryggja að vörur þeirra og þjónusta uppfylli sameiginlegar kröfur ESB um aðgengi.

Frekari upplýsingar um Evrópulögin um aðgengi.

Fjármögnun

Evrópusambandið veitir fjölmörgum Evrópusamtökum fatlaðra og frjálsum félagasamtökum árlega styrki. Styrkirnir miða að því að efla getu samtakanna og auðvelda þátttöku þeirra í ferlum á vettvangi Evrópusambandsins (t.d. segja skoðun sína á þróun laga og stefna Evrópusambandsins).

Frekari upplýsingar um áætlunina Borgarar, jafnrétti, réttindi og gildi.

Veldu EURES

Ef þú átt í erfiðleikum með að finna starf eða þig langar til að breyta um starf ættir þú að hafa samband við EURES ráðgjafa í heimalandi þínu. Yfir 3,9 milljón atvinnuauglýsingar er að finna á EURS svo þú ert kannski bara nokkrum smellum frá nýjum starfsferli.

Skoðaðu síðuna til að lesa um hvernig Evrópusambandið styður við fatlaða.

 

Tengdir hlekkir:

Stefna um réttindi fatlaðra 2021-2030

Sáttmáli Evrópusambandsins um grundvallarréttindi

EURES ráðgjafi í heimalandi þínu

Evrópulög um aðgengi

Hornsteinn félagslegra réttinda í Evrópu

Frekari upplýsingar um áætlunina Borgarar, jafnrétti, réttindi og gildi

Fatlaðir

Sáttmáli um starfshætti Evrópusambandsins

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.