EURES á Grikklandi sér, í tvíhliða samstarfi við önnur lönd, um að skipuleggja lítil verkefni í ýmsum borgum, þar sem fara fram starfsviðtalsdagar, söfnun starfsferilsskráa og aðstoð við atvinnumiðlun.
Eleni, sem er fædd og uppalin á Rhódos, er menntaður ferðamálafræðingur og eftir að hún lauk starfsnámi á hóteli á staðnum, langaði henni til að öðlast nýja reynslu í ferðamannaiðnaðinum í Þýskalandi. Þegar hún fór á opinberu vinnumiðlunina sá hún auglýstar lausar stöður í ferðamannaiðnaðinum í Þýskalandi, sem leiddu handa til EURES þar sem hún hitti ráðgjafann Styliani Stavrou.
Starfsviðtölin fyrir störfin sem hún hafði áhuga á voru búin og ferlinu var þegar lokið. Styliani hvatti Elini hinsvegar til að senda starfsferilsskrána sína til annars grísks EURES ráðgjafa, að nafni Eleni Foulira, sem sá um að for-flokka umsóknirnar fyrir þennan atburð.
“Ég bjóst aldrei við því að ég færi úr skrifstofunni í Rhódos þennan morgun með atvinnutilboð frá hótelmóttökum í Hamborg. EURES ráðgjafarnir hjálpuðu mér með upplýsingarnar og starfsferilsskrána mína og þeir stóðu með mér í hverju skrefi,” segir Eleni Kritikou.
“Um leið og ég sendi inn umsókn mína kynnti Eleni Foulira mig fyrir Anja Mesch, sem er EURES ráðgjafi í Hamborg, og eftir að hafa farið í starfsviðtal sem fór fram í gegnum vefmyndavél, fékk ég draumastarfið mitt. Ég verð að þakka EURES í Grikklandi og EURES í Þýskalandi fyrir sveigjanleikann sem þeir sýndu í öllu ferlinu; á innan við mánuði hafði ég lagt upp í nýtt ferðalag og var farin að safna mikilvægri reynslu.”
“Ég myndi segja að Eleni Kritikou byggi yfir yfirveguðum styrkleika” segir Styliani. “Hún hlustaði ávallt ráðleggingarnar mínar og vissi frá byrjun nákvæmlega hvað hún vildi. Hún var ávallt brosandi og það skipti miklu máli að hún talaði þýsku og ensku reiprennandi, en umfram það var það útgeislun hennar og þroski sem skinu í gegnum starfsviðtalið á netinu.
“Vegna þess hversu ung hún er, hefur hún ekki mikla reynslu, en fyrir framan mig sat kona með mikla löngun til að læra, til að reyna eitthvað nýtt og til að þroskast í starfi... ég óska henni alls hins besta!"
Tengdir hlekkir:
Opinber vinnumiðlun í Grikklandi
Vinnumiðlun sambandsríkisins í Þýskalandi
Facebook-síða EURES í Grikklandi
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES löndum
Vinnugagnagrunnur - starfagagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir atvinnurekendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
EURES á Google+
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 28 Ágúst 2017
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- EURES bestu starfsvenjurVinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttirNýliðunarstraumarSamfélagsmiðlarÁrangurssögurUngmenni
- Tengdir hlutar
- Búseta & atvinna
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles