Skip to main content
EURES
fréttaskýring7 Október 2021European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

8 helstu spurningarnar um COVID-19 sem allir atvinnuleitendur ættu að spyrja um í viðtölum

Frá upphafi COVID-19 heimsfaraldursins hafa mörg fyrirtæki breytt um starfshætti, kynnt nýjar öryggisráðstafanir til sögunnar eða beðið starfsmenn um að stunda fjarvinnu/blandaða vinnu. Hér eru átta mikilvægar COVID-19 spurningar sem þú ættir að spyrja væntanlegan vinnuveitanda um í starfsviðtali.

Top 8 COVID-19 questions every jobseeker should ask at interviews
Unsplash

Starfsviðtöl eru oft eins og yfirheyrslur fyrir umsækjendur. En til að báðir aðilar geti komist að því hvort þeir passi hvorum öðrum ættu viðtöl að vera meira í ætt við samtal. Auk þess geta atvinnuleitendur, ef þeir spyrja réttu spurninganna, virst hafa raunverulegan áhuga og hæfi og komið vel fyrir í fyrsta viðtalinu.

Hafðu i huga að umsækjendur fá oftast tækifæri til að spyrja spurninga í lokin svo þú ættir að leyfa vinnuveitandanum að stýra viðtalinu. Það er góð þumalfingursregla að undirbúa á bilinu tvær til fjórar spurningar. Því lengra sem þú kemst í viðtalsferlinu þeim mun fleiri spurningar getur þú spurt.

Hvað hefur fyrirtækið lært af kreppunni?

Flest fyrirtæki voru óundirbúin undir það hvernig heimsfaraldurinn breytti starfsháttum okkar. En margir vinnuveitendur löguðu sig fljótt að nýjum kringumstæðum. Það er mikilvægt hvaða lexíur vinnuveitandinn hefur lært svo þú komist að því hversu auðvelt hann á með að bregðast við svipuðum kreppum í framtíðinni eða samþykkja fjarvinnu.

Hvernig stendur þú vörð um öryggi starfsmanna í deilum við viðskiptavini um öryggisreglur?

Deilur yfir andlitsgrímur og aðrar öryggisreglur geta verið nokkuð algengar í störfum sem hafa með viðskiptavini að gera eins og starfsmenn í búðum og á börum. Það er mikilvægt fyrir vinnuveitandann að setja leiðbeiningar um hvað eigi að gera og hvernig eigi að draga úr slíkri spennu.

Ef starfsmaður fær COVID-19 hver er stefna fyrirtækisins til að standa vörð um öryggi annarra starfsmanna?

Þrátt fyrir allar öryggisráðstafanir og hátt bólusetningarhlutfall er enn líklegt að starfsmaður sýkist af COVID-19. Góður vinnuveitandi hefur sett sér starfsreglur til að tryggja að aðrir starfsmenn séu öruggir, til dæmis með reglubundnum prófunum, stefnu um fjarvinnu, o.s.frv.

Fá starfsmenn, sem þurfa að annast veikan fjölskyldumeðlim, einhverja aðstoð frá fyrirtækinu?

Ef fjölskyldumeðlimur er berskjaldaður fyrir veirunni er þetta mikilvæg spurning. Því miður sýna sumir vinnuveitendur lítinn skilning þegar við þurfum að annast veikan fjölskyldumeðlim. Athugaðu hvort vinnuveitandinn þinn hefur einhverjar reglur í slíkum tilvikum.

Hver er stefna ykkar um fjarvinnu?

Í upphafi heimsfaraldursins voru mörg fyrirtæki þvinguð til að láta starfsmenn sína vinna heiman frá sér. En takmörkunum hefur smám saman verið aflétt í Evrópu og mörg fyrirtæki geta nú valið hvernig þau vilja starfa. Ef það er mikilvægt fyrir þig skaltu spyrja vinnuveitandann hvort þeir séu með (eða ætli sér að bjóða upp á) sveigjanlega vinnu eða fjarvinnu til lengri tíma litið.

Hvaða aðstoð er í boði fyrir þá sem stunda fjarvinnu?

Sumir vinnuveitendur bjóða upp á mismunandi stoðpakka, þjálfun og búnað (t.d. vinnufartölvur, borðtölvur, vefmyndavélar) til að hjálpa starfsmönnum sínum við fjarvinnu sína. Vertu viss um að spyrja vinnuveitandann hvaða aðstoð sé í boði fyrir fólk í fjarvinnu.

Hvernig hefur COVID-19 haft áhrif á starfshlutverkið?

Það er mikilvægt að vita hvaða áhrif heimsfaraldurinn eða aðrar svipaðar kreppur geta haft á starfshlutverkið. Spyrðu vinnuveitandann hvort kjarninn í starfinu hafi breyst í heimsfaraldrinum og hvernig. Það gefur þér hugmynd um hvað framtíðin geti borið í skauti sér.

Sérðu fyrir þér að þetta starf sé til langs tíma?

Þetta er beintengt spurningunni að framan. Á þessum óvissutímum er atvinnuöryggi mjög mikilvægt öllum atvinnuleitendum. Spyrðu vinnuveitandann hvernig hann sjái fyrir sér framtíð starfsins. Svo lengi sem það er sveigjanleiki í starfinu og vinnuveitandinn gefur til kynna að hann sé viljugur til að laga sig að óviðráðanlegum aðstæðum ættir þú að vera OK.

Það getur verið krefjandi að fara í starfsviðtal á netinu. Þess vegna höfum við tekið saman nokkur ráð til að heilla væntanlegan vinnuveitanda og koma fram á sem bestan hátt í sýndarveruleika.
 

Tengdir hlekkir:

Hvernig skal skara fram úr í atvinnuviðtali á netinu
 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagarFinna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
NýliðunarstraumarUngmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.