Skip to main content
EURES
fréttaskýring16 Júní 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Ráð fyrir breytta atvinnuleit eftir COVID-19

COVID-19 ástandið hefur leitt til verulegra breytinga á lifnaðarháttum okkar. Breytingar á vinnuháttum, líkamsrækt, matarvenjum, ferðalögum, innkaupaum - jafnvel á því hvernig við blöndum geði við fólk (eigum við að hittast á Zoom?).

Tips for adapting your job search post COVID-19
Shutterstock

Þar er atvinnuleit ekki undanskilin. Nú þegar byrjar að slakna á útgöngubönnum á sumum stöðum og við byrjum að hlakka til tíma eftir COVID-19 má finna hér sex stutt ráð til að hjálpa þér við að laga atvinnuleitina að breytilegum vinnuheimi.

Sýndu opinn huga fyrir þeim störfum sem þú hefur áhuga á

Þó að COVID-19 ástandið hafi stöðvað ráðningar hjá mörgum fyrirtækjum þurfa önnur (t.d. netsöluaðilar, sendla-/póstþjónusta, stórmarkaðir og lyfjabúðir) á aukalegri hjálp að halda til að standa undir vaxandi eftirspurn af völdum ástandsins. Ef þú ert opin/n fyrir mismunandi störfum ertu mun líklegri til að finna eitthvað sem hentar þér.

Þróaðu viðveru þína á netinu

Þar sem félagsforðunarreglur eru enn í gildi í mörgum löndum fara mjög fá viðtöl og atburðir fram augnliti til auglitis og getur verið að við munum enn halda áfram að sjá fólk sinna fjarvinnu eftir COVID-19. Þar af leiðandi er kraftmikil og fagleg tilvist á netinu mjög mikilvæg. Ef þú uppfærir reikninga þína á LinkedIn og öðrum samfélagsmiðlum með viðeigandi vinnureynslu, færni og menntun og hæfni tryggir það að ráðningaraðilar hafi sem best tækifæri til að finna störf fyrir þig. Auk þess skaltu tryggja að persónulegir reikningar þínir séu varðir viðeigandi friðhelgisstillingum.

Notaðu fjölbreyttar vefsíður og auglýsingar

Ekki treysta á sömu vefsíðurnar og auglýsingarnar við atvinnuleitina, einkum ef hún ber ekki árangur. Notaðu fjölbreyttar leiðir og síður til að tryggja að þú sækir um öll störf sem kunna að henta þér. Flestar atvinnusíður bjóða upp á starfaleit eftir staðsetningu, launum, lykilorðum og vinnutíma.

Æfðu viðtöl í gegnum fjarfundarbúnað

Þar sem persónuleg samskipti hafa verið lágmörkuð og fjöldi fjarvinnustarfa hefur aukist eru góðar líkur á því að atvinnuleitin feli í sér viðtal í gegnum fjarfundarbúnað. Ef þú æfir þig í því áður með fjölskyldumeðlimi eða vini hjálpar það þér við að koma í veg fyrir vandræðaleg mistök sem þú hefðir getað búist við. Virkar hljóðneminn og heyrnatólin og er fartölvan þín fullhlaðin, til að mynda? Er nettengingin þín stöðug og örugg? Eru verulegar tafir á tali? Mundu að klæða þig fyrir viðtalið, tala beint í myndavélina og velja hljóðlátt umhverfi með góðri lýsingu til að koma sem best fyrir.

Búðu til myndbandsyfirlit yfir nám og störf

Myndbandsyfirlit yfir nám og störf á samfélagsmiðlunum þínum (einkum LinkedIn) er frábær leið til að skera sig út og gefa vinnuveitendum smjörþefinn af persónuleika þínum og færni. Veltu fyrir þér hvers kyns spurningar kunni að verða lagðar fyrir í viðtalinu og búðu til stutt myndband þar sem þú svarar nokkrum af þeim. Sömu reglur eiga við hér og í viðtölum í gegnum fjarfundarbúnað: klæddu þig vel, talaðu beint í myndavélina og veldu hljóðlátt umhverfi með góðri lýsingu.

Efldu færni þína

Fjölmörg netnámskeið, skírteini og prófgráður eru í boði og getur verið að sjálfskipuð sóttkví sé frábært tækifæri til að byrja slíkt. Kannski hefur þú tekið eftir sérstökum færnióskum í mörgum atvinnuauglýsingum sem þú telur að myndi gagnast þér að búa yfir. Ef þú sinnir atvinnuleitinni eins og fullu starfi og vinnur með virkum hætti að því að efla færni þína ertu mun líklegri til að ná fyrr árangir auk þess sem slíkt sýnir vinnuveitendum skuldbindingu þína og áhuga.

Við vonum að þessi ráð muni hjálpa þér við að leggja undir þig vinnumarkaðinn eftir COVID-19!

Í samstarfi við EURES, vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.

 

Tengdir hlekkir:

Hvernig skal skara fram úr í atvinnuviðtali á netinu

6 bestu ókeypis síðurnar með ókeypis námskeiðum

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfÁbendingar og ráðUngmenni
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.