Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring28 Mars 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Miðuð ráðningaherferð hjálpar tveimur hollenskum kennurum að finna störf í Svíþjóð hjá EURES

„Ég varð ástfangin af Svíþjóð í fyrsta skipti sem ég fór í frí þangað,“ segið Kirsten van Agthoven. „Strax 10 ára langaði mig að flytja til Svíþjóðar. Það var náttúran sem ég féll fyrir. Hún var svo ólík mínu landi.“

Targeted recruitment drive helps two Dutch teachers find jobs in Sweden with EURES
Kirsten van Agthoven

Eftir að hún lauk námi vann Kirsten við grunnskólakennslu í „frábæru starfi“ í heimalandi hennar Hollandi. „Ég var með mjög góða íbúð og mér líkaði við líf mitt,“ segir hún. „En ég átti mér enn draum um að flytja til Svíþjóðar.“

Kirsten sá starfaauglýsingu í gegnum EURES, þar sem leitað var að kennara í Svíþjóð. „Ekki var nauðsynlegt að tala fullkomna sænsku, svo ég hugsaði ‚þetta er tækifærið mitt‘.“

Með hjálp EURES fann hún starf í bæjarfélaginu Mora, þar sem hún hefur verið síðan í janúar 2018.

Líkindi og mismunur

Merlijn Scheperboer, annar notandi EURES í Hollandi, hefur líka unnið sem kennari í Mora síðan í ágúst 2017. Fyrir Merlijn var ákvörðunin um að vinna í Svíþjóð spurning um hagkvæmni.

Merlijn var við nám í Linköping árið 2017 þegar henni bauðst „dásamlegt tækifæri“. „Ég hefði aldrei hugsað mér að vera áfram að námi loknu, þannig að ég var ekki einu sinni að leita að starfi“, viðurkennir Merlijn.

Engu að síður ákvað hún að grípa tækifærið þar sem hún vissi að það yrði erfitt fyrir hana að finna fullt starf við kennslu á sínu svæði í Hollandi. „Ég hefði bara getað fengið starf sem afleysingakennari, með ekkert starfsöryggi.“

„Eftir að ríkisstjórnin hækkaði eftirlaunaaldurinn þurftu eldri kennarar að vinna lengur og því færri stöður fyrir yngri kennara. Þannig var því ekki farið í öllu landinu, en svoleiðis var það þar sem ég átti heima.“

„Við þurfum að horfa út fyrir landamærin“

Samkvæmt Lara Feller, EURES ráðgjafa hjá opinberu sænsku vinnumiðluninni Arbetsförmedlingen sem ráðlagði Kirsten og Merlijn, hefur Arbetsförmedlingen unnið náið með bæjarfélaginu Mora síðan 2016.

„Við stöndum frammi fyrir skuggalegum skorti á kennurum í Svíþjóð og við þurfum að horfa út fyrir landamærin,“ útskýrir Lara.

„Þar sem ég tala sjálf hollensku og við höfum séð að Hollendingar eiga almennt ekki erfitt með að læra tungumálið, og því var það fyrsta landið sem við völdum.

„Ég skrifaði auglýsingu á hollensku og auglýsti á samfélagsmiðlum og fékk fljótlega samband við Kirsten og Merlijn. Við buðum þeim í viðtal, sýndum þeim skólann og bæinn og þau fengu atvinnutilboð.“

„EURES hjálpaði mér með næstum allt“

Lara og EURES hjálpuðu við ýmsa þætti flutnings kennaranna – „næstum allt“ eins og Merlijn kallar það.

„Lara Feller talar hollensku, rétt eins og ég. Þannig að það var auðvelt að eiga í samskiptum við hana,“ segir Kirsten. „Fyrir utan að hjálpa mér að finna starf, hjálpaði hún mér að finna íbúð.“

„Ég myndi svo sannarlega ráðleggja öðru fólki að leita til EURES,“ segir Kirsten. „Ég fékk alla þá hjálp sem ég þurfti og Lara sýnir enn áhuga á mér og hvernig starfið [gengur].“

„Ég er mjög þakklát fyrir hjálp EURES og ég myndi algjörlega ráðleggja öllum þeim sem hugsa um að flytja erlendis að leita til þeirra,“ samþykkir Merlijn.

„Þegar þú kemur til nýs lands, er margt aðeins öðruvísi og þú veist ekki hvert þú vilt fara eða hvað eigi að vera í forgangi. EURES er mjög góður stuðningur til að koma þér af stað.“

Ef þú hefur áhuga á að vinna erlendis, hvernig væri þá að hafa samband við EURES ráðgjafa á Íslandi í dag?

 

Tengdir hlekkir:

Arbetsförmedlingen

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
 • EURES bestu starfsvenjur
 • Ytri EURES fréttir
 • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
 • Nýliðunarstraumar
 • Árangurssögur
 • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
 • Accomodation and food service activities
 • Activities of extraterritorial organisations and bodies
 • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
 • Administrative and support service activities
 • Agriculture, forestry and fishing
 • Arts, entertainment and recreation
 • Construction
 • Education
 • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
 • Financial and insurance activities
 • Human health and social work activities
 • Information and communication
 • Manufacturing
 • Mining and quarrying
 • Other service activities
 • Professional, scientific and technical activities
 • Public administration and defence; compulsory social security
 • Real estate activities
 • Transportation and storage
 • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
 • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.