Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 21 Nóvember 2022
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 3 min read

Áttu í erfiðleikum með að skila af þér á réttum tíma? Lærðu hvernig þú ferð að því að fara aldrei aftur yfir tímafresti

Stuttir tímafrestir eru algeng vandamál á vinnustöðum. En það getur verið jafnerfitt halda utan um verkefni með langan tímafrest. Hér eru bestu leiðirnar til að stjórna tímafrestum, bæði stuttum og löngum og draga úr streituvöldum í vinnunni.

Struggling to deliver on time? Learn how to never miss another deadline again

Taktu frá tíma

Að taka frá tíma er leið til að stjórna deginum þínum með skilvirkum hætti með því að skipta verkefnum niður í hluta í stað þess að hoppa á milli margvíslegra verkefna allan daginn. Það er einföld og skilvirk leið að taka frá tíma til að stjórna mörgum verkefnum í einu og frábær leið til að koma í veg fyrir fjölverkavinnslu en það er einn helsti óvinur góðra afkasta. Þér kann að finnast það góð leið að fara á milli tveggja eða fleiri verkefna eftir því sem þau koma inn á borð til þín en það dregur úr einbeitingunni og kemur í veg fyrir skilvirka og einbeitta vinnuhætti. Prófaðu að taka frá tíma til að koma í veg fyrir fjölverkavinnslu og búa til uppbyggilegan dag sem hjálpar þér að einbeita þér og ná markmiðum þínum án truflana.

Settu þér raunhæf markmið

Þegar vinnuálagið verður of mikið er mikilvægt að minna sig á að þú ert ekki vél. Það getur verið að þú þurfir meiri tíma en þú hélst upphaflega og það er allt í lagi. Raunsær skilafrestur er frestur sem viðurkennir og gerir ráð fyrir þeim raunveruleika að skilvirknin sé ekki alltaf fullkomin í vinnunni. Með því að taka bara frá meiri tíma en þú þarft minnkar streitan heilmikið við að ná skilafrestinum. Það leiðir einnig til þess að þú hefur meiri tíma til að fara yfir vinnuna og þú átt jafnvel eftir að koma samstarfsfélögum á óvart með því að skila af þér á undan áætlun!

Brýn verkefni

Jafnvel þó að þú hafir skipt deginum niður í fullkomnar tímaeiningar getur verið að þér berist brýn verkefni og þú hafir engan lausan tíma fyrir þau. Ef slíkt gerist er mikilvægt að þú látir næsta yfirmann þinn vita. Þú getur beðið hann um að hjálpa þér við að endurskipuleggja verkefnalistann svo þú komir brýna verkefninu fyrir í staðinn fyrir verkefni sem eru ekki eins mikilvæg. Skýr samskipti um afkastagetuna eru lykillinn og koma í veg fyrir kvíða yfir því að reyna og mistakast að ljúka öllu á réttum tíma. Ef þú ert yfirmaður ættir þú að tala við undirmenn þína og hjálpa þeim að endurskipuleggja verkefnin sín eða útdeila verkefnum á milli restinnar af teyminu.

Samið um skilafresti

Þegar þú færð í hendurnar verkefni er eðlilegt að þú viljir ekki valda vonbrigðum svo þú átt kannski óvart eftir að samþykkja óraunhæfan skilafrest. Það kann að virðast auðveld leið til að forðast að segja „nei“ en slíkt getur gert allt verra því það tekur lengri tíma að semja aftur um nýjan skilafrest. Ef þú getur ekki staðið við skilafrestinn ættir þú að láta samstarfsmann þinn vita tímanlega um að þú þurfir lengri tíma. Því fyrr sem hann veit af því, því meiri tíma hefur hann til að bregðast við og því skilningsríkari á hann eftir að vera.

Taktu þér regluleg stutt hlé

Þegar þú hefur gert allt ofangreint getur verið að þú þurfir pásu ef þú finnur þig í því að stara á skjáinn og getur ekki einbeitt þér eða ert farinn að fresta verkefnum. Jafnvel þó að þér finnist verkefnið of mikilvægt til að taka þér stutt hlé getur verið að þú sért svo stressuð/aður að þú komir litlu í verk. Prófaðu að standa upp frá skrifborðinu í fimm mínútur, kíkja útfyrir og ná þér í ferskt loft eða fá þér vatnssopa. Stutt hlé hjálpa þér að slaka á og hugsa um annað en vinnuna sem kaldhæðnislega getur verið það sem þú þarft til að vinna betur.

Að vinna á áhrifaríkan hátt með öðrum felur í sér ýmis konar mjúka færni, þar á meðal samskipti, tímastjórnun og hæfileika til að leysa vandamál. Þó að það gæti liðið eins og þessi færni komi af sjálfu sér fyrir sumt fólk, er hægt að auka þá á einfaldan hátt. Skoðaðu þessa grein til að fá frekari upplýsingar.

 

Tengdir hlekkir:

Það þarf ekki að vera erfitt að styrkja mjúka færni þína

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

EURES viðburðadagatal

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ábendingar og ráð
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
  • Ábendingar og ráð
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.