Skip to main content
EURES
fréttaskýring27 Júní 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Magn og gæði í boði á atvinnustefnum í Slóvakíu

Skemmtiferðaskip og byggingafyrirtæki úr allri álfunni eru nú að ráða starfsmenn frá Slóvakíu þökk sé evrópska atvinnudeginum.

Quality and quantity on offer at Slovakian jobs fair
EURES SK

Fleiri en 200 innlendir og erlendir sýningaraðilar tóku þátt í Job Expo 2017 sem haldin var í apríl í Nitra, Slóvakíu, en 50 aðilar voru þar til að kynna starfsmöguleika í sýningarbás evrópsku atvinnudaganna. Meðal sýningaraðilana voru atvinnurekendur, fulltrúar frá einkareknum atvinnumiðlunum og upplýsinganeti ESB með aðsetur í Slóvakíu. Þar voru einnig EURES ráðgjafar frá 10 löndum.

Serge Terburg er svæðisstjóri fyrir Suðurdeild Alertec Group í Hollandi, sem sérhæfir sig í ráðningum fyrir tækigeirann og byggingariðnaðinn. "EURES tók á móti okkur með opnum opnum," segir hann. "Við töluðum við marga atvinnuleitendur og fyrstu starfsmenn eru þegar farnir að vinna hjá viðskiptavini okkar. Hátt menntunarstig atvinnuleitenda frá Slóvakíu ásamt góðri enskukunnáttu þeirra gerir þá verðmæta í augum okkar og viðskiptavina okkar."

Stefan Liebig, framkvæmdastjóri hjá slóvakísku atvinnumiðluninni Backup, var einnig mjög ánægður með niðurstöðurnar. "Við erum nú þegar komnir með þrjá umsækjendur sem eru byrjaðir að starfa hjá leiðandi fyrirtæki á svið skemmtisiglinga og þeir eru mjög ánægðir með nýja starfið sitt," segir hann. "Auk þess erum við með fjóra umsækjendur sem eru að fara í annað starfsviðtal hjá þýska skemmtisiglingafyrirtækinu A-ROSA. Við erum einnig með þrjá umsækjendur í undirbúningi fyrir viðtöl við stórt skemmtiferðafyrirtæki. Þannig í heildina getum við sagt að þetta hafi skilað árangri og við höfum náð til nýrra viðskiptavina."

6.500 gestir komu í sýningarbás evrópsku atvinnudagana til að fá upplýsingar um vinnu erlendis á þessum tveimur dögum sem atvinnustefnan stóð yfir. Meðal sýnenda voru EURES ráðgjafar frá Tékklandi, Ungverjalandi, Austurríki, Póllandi, Búlgaríu, Hollandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Finnlandi og Litháen.

Sænski EURES ráðgjafinn Olof Person hafði þetta að segja: "Á atvinnustefnunni voru margir hæfir umsækjendur sem gætu starfað í Svíþjóð. Við megum ekki bara hugsa um magnið heldur einnig um gæðin. Ég hitti nokkra umsækjendur sem töluðu einhverja sænsku, en slíkt gerist ekki mjög oft. Við hlökkum til að koma aftur á næsta ári."

Annabelle Schmitt, EURES ráðgjafi sem starfar í Dortmund, segir: "Flestir atvinnuleitendur sem ég talaði við - að minnsta kosti fimmtíu eða sextíu - voru áhugasamir um veitingageirann. Burtséð frá greinum sem erfitt er að ráða í, svo sem vöruferilsstjórnun, byggingariðnaður og upplýsingatækni, voru þarna nokkrir kennarar með ágætis þýskukunnáttu sem höfðu áhuga að starfa í Þýskalandi, einn efnarannsóknarfræðingur og einn leikskólakennari. Við munum hafa samband við alla umsækjendur sem létu okkur fá starfsferilsskrána sína og sem vilja fá aðstoð við atvinnuleitina."

Sýningaraðilar buðu upp á 4.258 laus störf í heildina, aðalega í byggingargreinum, heilsuumönnun og veitingageiranum sem og í atvinnugreinum eins og trésmíði, járniðnaði, málmsuðu, tækjastjórnun og bifreiðarakstri. Störf á skemmtiferðaskipum um alla Evrópu vöru nýr þáttur á þessu ári.

Erlendir atvinnurekendur tóku 435 atvinnuviðtal við atvinnuleitendur á þeim tveimur dögum sem atvinnustefnan stóð yfir og þeir gera ráð fyrir því að ráð til sín 294 umsækjendur. Í bréfi sem Matúš Caban, fulltrúi hjá EURES í Slóvakíu sendi á sýningaraðila segir: "Við erum fullviss að atvinnustefnan á þessu ári hafi hjálpað þér að finna rétta umsækjendur og við hlökkum til að sjá ykkur á atvinnustefnunni á næsta ári!"

 

Tengdir hlekkir:

Job Expo 2017

Alertec Group

Slóvakíska atvinnumiðlunin Backup

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURESráðgjafa

 Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

VinnugagnagrunnurEURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfEURES bestu starfsvenjurYtri hagsmunaaðilarAtvinnudagar/viðburðirNýliðunarstraumarSamfélagsmiðlar
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.