Skip to main content
EURES
fréttaskýring31 Júlí 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Starfadagur á netinu sendir franskan leiðsögumann til portúgalskrar eyju

Gríptu sumarið, atvinnustefna með áherslu á árstíðabundin störf, bar ávöxt fyrir portúgalskt skoðunarferðafyrirtæki og franskan atvinnuleitanda.

Online job day sends French tour guide to Portuguese islands
E(O)JD

TuriAzores er lítil skoðunarferðafyrirtæki á Asoreyjum, með áherslu á ferðir með leiðsögumönnum og útivist. Forstjóri þess vildi ráða alþjóðlegt starfsfólk og ákvað þess vegna að taka þátt í evrópskum starfadegi á netinu undir heitinu Gríptu sumarið, sem haldin var í febrúar.

Daginn sem atburðurinn átti sér stað var Laura Combrié frá Frakklandi að skoða atvinnuauglýsingar á netinu. Hún sá auglýsingu TuriAzores eftir tour guides and minivan drivers og sótti um með því að hringja í fyrirtækið. Fyrirtækið sýndi strax áhuga á Laura og ákvað að ráða hana.

TuriAzores er er staðsett í Terceira, sem er hluti af Asoreyjum í Atlantshafi. „Við sérhæfum okkur í borgargönguferðum, fjallgöngu og löngum gönguferðum, og rútuferðum með leiðsögn o.s.frv. Í augnablikinu erum við með fjóra leiðsögumenn í hópnum,“ útskýrir Miguel Mendonça forstjóri.

„Við ákváðum að taka þátt í EURES starfadeginum því við þurftum að ráða einhvern sem var altalandi á frönsku eða þýsku. Ég var líka að leita að einhverjum sem væri opin fyrir nýjum upplifunum og sjónarhólum.“

Ráðningarferlið var einfalt, segir hann og myndi ekki hika við að mæla með starfadeginum fyrir aðra vinnuveitendur og atvinnuleitendur.

„Ég var að leita um upplýsingum um vinnumarkaðinn á Asoreyjum í gegnum EURES spjallþjónustuna,“ segir hin 26 ára Laura frá Ardèche svæðinu í Frakklandi. „Portúgalski ráðgjafinn sem svaraði spurningum mínum benti mér á þennan viðburð og bauð mér að skrá mig á hann. Ég fann lista yfir fyrirtæki sem ég sendi opnar umsóknir til. Mér fannst erfitt að skilja spjallþjónustuna til að byrja með en ég myndi mæla með þessari tegund net-viðburða, þar sem þetta er önnur aðferð við að finna upplýsingar.“

Laura nýtir sér nú Your First EURES Job stuðning við flutning til Terceira og að læra portúgölsku.

Viðburðurinn sem var miðaður við ferðamanna- og gistiiðnaðinn, var samstarfsverkefni á milli EURES Portúgal, Króatíu, Slóveníu og Spáni, en Ítalía, Grikkland, Malta og Kýpur tóku líka þátt.

„Flestum vinnuveitendum þótti mikið koma til fjölda og gæða umsóknanna sem þeir fengu,“ segir Ana Margarida Silva frá EURES Portúgal, „og þeir hafa sýnt áhuga á að taka þátt í framtíðar viðburðum.“

 

Tengdir hlekkir:

Gríptu sumarið

Tour guides and minivan drivers

Vefsíða TuriAzores skoðunarferðafyrirtækisins

Fyrsta EURES-starfið þitt

Fyrsta EURES starfið þitt hjá EURES

 

Nánari upplýsingar:

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

VinnugagnagrunnurEures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Viðfangsefni
EURES bestu starfsvenjurAtvinnudagar/viðburðirNýliðunarstraumarSamfélagsmiðlarUngmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.