Skip to main content
EURES
fréttaskýring21 Júní 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Atvinnustefnur: að nýta tímann þinn sem best

Þú hefur núna fundið atvinnustefnu sem þú vilt fara á og þú ert búin(n) að skrá þig (ef þess er krafist!) Hvað er næst? Þú heldur kannski að það sé nóg að mæta bara á staðinn, en til þess að fá sem mest út úr ráðstefnunni - og til að nýta tímann þinn sem best - getur verið gott að undirbúa sig...

Job fairs: making the most of your time

Finndu út hver verður þarna

Flestar atvinnustefnur birta þátttakendalista áður en atburðurinn hefst. Með því að kynna þér hvað fyrirtæki og stofnanir verða á staðnum, getur þú ákveðið fyrirfram við hvern þú ætlar að tala og undirbúið aðgerðaráætlun. Þetta er sérstaklega mikilvægt á stórum viðburðum, þar sem þú munt ekki hafa tíma til að tala við alla. Að raða þátttakendunum eftir mikilvægi getur verið góð leið til að greina í sundur þá sem þú vilt endilega hitta og þá sem skipta aðeins minna máli fyrir þig.

Vertu vel klædd(ur)

Það virðist kannski ekki skipta máli hverju þú klæðist, en það er stór þáttur í því hvernig þú kemur fyrir þar sem fyrstu kynnin skipta miklu máli. Þegar allt kemur til alls munu ráðningaraðilarnir sennilega hitta hundruði af ungu fólki yfir daginn - og þú vilt ekki að þeir muni eftir þér af röngum ástæðum! Hugsaðu um hvað þú myndir klæðast í ráðningarviðtali og þú ert á réttir braut.

Útbúðu afrit af starfsferilsskránni

Þú munt sennilega einungis fá um 10 mínútur með væntanlegum vinnuveitanda, þannig þú vilt geta skilið eitthvað eftir hjá þeim. Nafnspjöld eru í lagi, en starfsferilsskrá inniheldur svo miklu meira upplýsingar varðandi reynslu þína og kunnáttu, sem og það sem þú getur fært fyrirtækinu. Vertu viss um að hafa næg afrit til að dreifa og eins að starfsferilsskráin sé ekki of löng - væntanlegir vinnuveitendur hafa engan áhuga að leita í gegnum 10 blaðsíður til að sjá hvað þú getur gert!

Hugsaðu um það sem fyrirtæki og stofnanir vilja sjá

Þeir eru að leita að hæfileikaríku starfsfólki sem getur komið með aukið gildi til þeirra. Á meðan kunnátta þín og reynsla sem skráð er á starfsferilsskránna skiptir miklu, er ekki síður mikilvægt að koma vel fyrir í eigin persónu. Að brosa, mynda augnsamband, sýna ósvikin áhuga (og þekkingu) á fyrirtækinu og eins að koma fram af sjálföryggi mun hjálpa þér að hámarka þau áhrif sem þú hefur á vætanlega vinnuveitendur.

Hugsaðu um hvað þú vilt

Hvers vegna ertu að taka þátt í atvinnustefnu? Ertu að leita að sérstöku starfi eða er ákveðið fyrirtæki sem þú vilt vinna fyrir? Hefurðu áhuga að sjá hvaða óvæntu tækifæri gætu verið til staðar? Eða finnst þér bara að það sé nauðsynlegt að fara á svona atvinnustefnur? Vertu heiðarleg(ur) varðandi ástæður þínar, svo að tíminn þinn nýtist betur og eins - í því tilfelli að þú farir á ráðstefnurnar án sérstakrar hvatningar - ættirðu að setja þér skýrari markmið.

Hvar geturðu fundið frekari upplýsingar?

Evrópsku atvinnudagarnir eru frábær staður til að byrja. Þessar atvinnustefnur sem fara bæði fram á netinu og á sérstökum stöðum í Evrópu eru gerðar til að koma saman atvinnuleitendum og vinnuveitendum nokkrum sinnum á mánuði (að meðaltali). Það er auðvelt að skrá sig á þessa viðburði, en það er hægt að gera á vefsíðu Evrópsku atvinnudagana.

Utan Evrópu er það Global Careers Fair samtökin sem standa fyrir nokkrum alþjóðlegum atvinnustefnum á hverju ári. Þessir viðburðir eru haldnir á netinu, sem gerir ungu fólki um allan heim auðvelt að taka þátti í þeim.

Atvinnustefnur eru nátengd tengslamyndun, þannig að þú skalt skoða leiðarvísir okkar fyrir rétta tengslamyndun til að fá leiðbeiningar um hvernig eigi að koma á mikilvægum tengslum í atvinnulífinu!

 

Tengdir hlekkir:

Evrópsku atvinnudagarnir

Alþjóðlegum atvinnustefnum

Leiðarvísir okkar fyrir rétta tengslamyndun

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfAtvinnudagar/viðburðirNýliðunarstraumarUngmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.