Skip to main content
EURES
fréttaskýring15 Júní 2021European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Það er aldrei of seint að endurmennta sig og vinna erlendis: Sagan af Eddy Bomboko

Eftir feril sem söngvari og framleiðandi ákvað hinn 38 ára Eddy frá Belgíu að endurmenta sig og fylgja ástríðu sinni að verða kokkur. Þökk sé EURES ráðgjöfum lauk hann ekki aðeins kokkanámi sínu, heldur uppfyllti hann líka ævilangan draum sinn um að starfa erlendis.

It’s never too late to reskill and work abroad: The story of Eddy Bomboko
EURES

Það er aldrei of seint að fara nýja leið

Eddy Bomboko hóf feril sinn sem söngvari og framleiðandi en eftir að hafa starfað í tónlistargeiranum í nokkur ár ákvað hann að fara á nýja braut. „Þegar ég var 38 ára áttaði ég mig á því að það er ekki auðvelt að starfa sem tónlistarmaður í Belgíu og því ákvað ég að endurmennta mig til og verða kokkur,“ segir Eddy.

Þökk sé Actiris International (alþjóðlegu hreyfanleikadeild opinberu vinnumiðlunarinnar í Brussel, sem einnig er meðlimur EURES), lauk Eddy þjálfun sinni og innan mánaðar fann hann vinnu í Brussel.

Löngun til fá alþjóðlega starfsreynslu

Dag einn fékk ungi kokkurinn tölvupóst frá EURES ráðgjafa frá Actiris International um tækifæri í Frakklandi sem honum fannst forvitnilegt. „Þetta var hálfs árs starfsnám á Club Med dvalarstaðnum í Haute-Savoie. Mig hafði alltaf langað til að vinna erlendis, svo ég sótti strax um. Þetta var líka frábært tækifæri til að læra meira um hvernig vinnan er á frönskum veitingastöðum.“

Eddy segir að EURES hafi gegnt meginhlutverki sem milliliður milli sín og vinnuveitandans. Actiris International sá um að skipuleggja atvinnuviðtalið og velja úr frambjóðendum fyrir vinnuveitandann.

„Án þeirra hefði ég ekki getað fundið þetta tækifæri,“ segir ungi kokkurinn. Þegar hann lítur til baka, segir Eddy að ráðningarferlið hafi gerst mjög hratt.

„EURES ráðgjafinn bauð mér á Actiris í viðtal við Club Med. Þegar ég kom biður þar um 10 aðrir umsækjendur. Í viðtalinu sagði atvinnurekandinn að þeim fyndist ferilskráin mín mjög áhugaverð vegna listræns bakgrunns míns. Þeir sögðu mér að þeir myndu hafa samband við mig mjög fljótlega, en ég ætti nú þegar að undirbúa flutning til Frakklands.“

Gildi alþjóðlegrar reynslu

Eftir að hafa öðlast starfsreynslu í Frakklandi er ungi kokkurinn nú tilbúinn í næsta ævintýri. Hann telur að alþjóðleg starfsreynsla sé nauðsynleg fyrir framvindu starfsframans: „Þessi reynsla opnar manni margar dyr. Ég er til dæmis á lokaúrvalinu fyrir starf í Kongó og ég tel að reynsla mín af Club Med hafi átt stóran þátt í að koma mér þetta langt í umsóknarferlinu.“

Eddy telur að vinna erlendis geti skipt sköpum og taka ætti þannig tækifæri alvarlega. „Maður verður að hafa ákveðinn þroska. Með því meina ég að þú þarft að vera tilbúinn að vera fjarri fjölskyldu þinni í einhvern tíma. Það er líka mikilvægt að hafa fólk sem styður þig og þú þarft svo sannarlega að búa yfir ævintýramennsku. “

Viltu hefja þitt eigið ævintýri erlendis? Þrátt fyrir heimsfaraldurinn halda EURES ráðgjafar okkar áfram að veita ráðgjöf og styðja atvinnuleitendur við að finna tækifæri um alla Evrópu. Hafðu samband við EURES þjónustuverið til að hefjast handa í dag.

 

Tengdir hlekkir:

Actiris International

Þjónustuver EURES

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
Ungmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.