Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring25 Apríl 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

„Ótrúlegir staðir og yndislegt fólk": Saga Lara

Það halda áfram að streyma inn sögur af góðum árangri frá EURES á Spáni. Í kjölfar Juan Carlos og Alejandraþá deilir Lara, sem naut góðs af EURES , sinni sögu, þar með talið hagnýtum og hvetjandi ráðleggingum, á Facebook síðuEURES á Spáni.

‘Incredible places and wonderful people’: Lara’s story
Lara Sánchez Morante, 2018/Saray Fernández Couce

„Þetta hófst allt með skráningu minni hjá EURES" rifjar Lara upp. „Þetta er einföld aðgerð, svipað og á hverri annarri atvinnuleitarsíðu á netinu. Þetta snýst einfaldlega um að skrá inn ferliskrána sína. Þú getur einnig búið til síu þannig að þú fáir eingöngu tilboð með hliðsjón af tilteknum störfum."

Lara fékk fljótt atvinnutilboð frá hóteli á Móseldalsvæðinu í Þýskalandi, þó að hún viðurkenni að hún hafi haft efasemdir um tilboðið í fyrstu, þar sem vinnuveitandinn vildi að hún hæfi störf fljótlega.

„Ég hafði engu að tapa"

Lara ákvað að hafa samband við EURES ráðgjafa hjá Servicio Extremeño Público de Empleo (SEXPE) í Extremadura héraðinu í suðvesturhluta Spánar, sem er heimahérað Lara.

„Ég verð að segja að ráðleggingar þeirra hjálpuðu mér mikið, þær drógu úr efasemdum mínum og gerðu hugmyndir mínar skýrari", segir hún.

Ráðgjafi Lara hjá EURES fullvissaði hana um að tilboð sem væru skráð á EURES  vefgáttinni væru áreiðanleg og sagði henni frá dæmum um fólk sem nú þegar starfaði erlendis í gegnum EURES. Lara þáði að lokum starfið, jafnvel þó að það þýddi að hún færi að vinna við nýja starfsgrein.

Extremadura er að stórum hluta dreifbýlissvæði og þar er skortur á atvinnutækifærum fyrir ungt fólk. Atvinnuleysið á svæðinu er í kringum 25% – meðaltalið á Spáni er 16% – og það er áætlað að það sé nálægt 50% fyrir aldurshópinn sem er yngri en 25 ára. Með hliðsjón af þessu þá vissi Lara að henni stóð gott tækifæri til boða.

„Ég hafði engu að tapa – á Spáni, ég var atvinnulaus", útskýrir hún. „Ég greip þetta tækifæri til að öðlast reynslu af því að búa í öðru landi, og því ekki að læra smávegis í þýsku."

„Besta ákvörðun sem ég gæti hafa tekið“

Lara viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að aðlagast því að búa og starfa í Þýskalandi. „Frekar en að segja erfitt, þá myndi ég segja að þetta hafi verið skrítið, þar sem til að byrja með virtist allt vera öðruvísi," segir hún.

Hinsvegar bendir Lara á að þetta gerist alltaf þegar einhver byrjar í nýrri vinnu eða tekst á við stórar breytingar í lífinu, og hún segir að það hafi ekki tekið hana langan tíma að venjast nýju lífi og nýju starfi.

Lara segir einnig að henni finnist hún vera mjög heppin að vera með svona umhyggjusaman og hjálplegan framkvæmdastjóra, sem hjálpaði henni að finna húsnæði, ganga frá pappírsvinnu og jafnvel að leita læknis.

„Eftir því sem tímanum leið áttaði ég mig á því að það að þiggja þetta starf í Þýskalandi var besta ákvörðunin sem ég gat tekið á þeim tímapunkti," segir hún. „Þökk sé þessari vinnu, þá hef ég fengið tækifæri til að kynnast ótrúlegum stöðum og yndislegu fólki sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér".

Þetta auðgar þig sem einstakling og þú öðlast starfsreynslu

„Að auki, þá trúi ég að reynsla sem þessi auðgi þig sem einstakling – ég get vottað það", segir Lara. „Þú lærir að meta annarskonar hluti og þroskast sem einstaklingur."

„Út frá minni stuttu reynslu, þá myndi ég sannarlega mæla með að vinna erlendis um tíma ef þú ert að hugleiða það. Það eru mun meiri líkur á að þú græðir á því frekar en að þú tapir á því.

Ef saga Lara virkar hvetjandi á þig og þú ert að hugleiða að starfa erlendis, því ekki að skrá sig á EURES vefgáttinni í dag? Þú getur einnig fylgst með nýjustu fréttum frá EURES á Spáni á Facebook síðunni hjá þeim.

 

Tengdir hlekkir:

EURES vefgáttSagaJuan Carlos

EURES vefgáttSagaAlejandra

Saga Lara – upprunalegt innlegg á Facebook(á spænsku)EURES vefgátt

EURES Spánn á Facebook

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

 

Viðfangsefni
 • Árangurssögur
 • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
 • Accomodation and food service activities
 • Activities of extraterritorial organisations and bodies
 • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
 • Administrative and support service activities
 • Agriculture, forestry and fishing
 • Arts, entertainment and recreation
 • Construction
 • Education
 • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
 • Financial and insurance activities
 • Human health and social work activities
 • Information and communication
 • Manufacturing
 • Mining and quarrying
 • Other service activities
 • Professional, scientific and technical activities
 • Public administration and defence; compulsory social security
 • Real estate activities
 • Transportation and storage
 • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
 • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.