Skip to main content
EURES
fréttaskýring1 Nóvember 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Hvernig kemurðu vel fyrir... Á fyrstu tveim vikunum

Engu máli skiptir hvort það er full vinna, starfsnám, eða lærlingsstaða í hlutastarfi – fyrstu áhrif skipta máli. Margar greinar hafa verið skrifaðar um hvernig þú notar þessar fyrstu mikilvægu sekúndur viturlega... Þannig að við ákváðum að kíkja á fyrstu tvær vikurnar í staðinn.  Þegar öllu er á botninn hvolft getur það tekið smá stund að venjast nýja vinnustaðnum og finna sig!

How to make a good first impression… within the first two weeks
EURES

Passaðu upp á tímann

Stundvísi er afar mikilvæg á vinnustaðnum. Og við erum ekki að tala um að koma á réttum tíma á hverjum degi (þó það sé vissulega stór partur af að því að koma vel fyrir!); að ná skilafrestum verkefna er alveg jafn mikilvægt. Þú lendir líklega ekki í of mörgum þröngum skilafrestum fyrstu vikurnar í vinnunni, en þú færð verkefni og ef þú lýkur þeim tafarlaust hjálpar það samstarfsfólki þínu að sjá verðleika þinn og hæfileika.

Klæddu þig snyrtilega

Nei, við eigum ekki við að allir eigi að vera í jakkafötum – það væri bara kjánalegt í sumum tilfellum! En allir ættu að vera skynsamir í fatavali. Ef þú stendur allan daginn, skaltu ekki vera í óþægilegum skóm. Ef þú verður í samskiptum við viðskiptavini skaltu ekki vera í of frjálslegum fatnaði. Ef þú munt sinna einhverskonar líkamlegri eða erfiðisvinnu skaltu ekki vera í bestu fötunum þínum. Þetta virðist augljóst en það kemur á óvart hversu margir klikka á þessu. Ef þú ert ekki viss um hvernig aðstæður eru, skaltu spyrja um það fyrirfram. Og eftir því sem þú eyðir meiri tíma á vinnustaðnum, lærirðu hratt hvað virkar og hvað ekki.

Taktu þátt

Sýndu vilja til að taka þátt, það er frábær leið til að sýna eldmóð þinn og skuldbindingu. Það er ekki óalgengt að það komi rólegir tímar á milli, fyrstu vikurnar í nýrri vinnu. Ef það gerist er upplagt að grípa tækifærið og spyrja hvað þú getur aðstoðað við. Taktu þátt þar sem þú getur – jafnvel þó það sé ekki í starfslýsingu þinni – og þú tryggir að þú komir vel fyrir hjá nýju vinnufélögunum.

Spurðu spurninga

Fyrstu vikurnar á nýjum vinnustað – raunar fyrstu mánuðirnir – snúast um að læra. Þó að þetta komi að miklu leyti frá vinnunni sem þú vinnur eða vinnufélögunum, hefurðu alltaf tækifæri til að læra meira. Ef þú spyrð spurninga sýnir þú áhuga, vilja og fróðleiksfýsn. Kannski viltu vita meira um tiltekið málefni. Kannski ertu forvitin/n um eitthvað sem þú heyrðir eða last um. Af hverju læturðu ekki undan forvitninni og spyrð?

Talaðu við liðið þitt

Kollegar þínir eru án efa hópur af allskonar áhugaverðu fólki, með mismunandi bakgrunn og persónuleika. Þú átt eftir að eyða miklum tíma með þeim, þannig að það er skynsamlegt að kynnast þeim aðeins betur – og leyfa þeim að kynnast þér líka. Hvernig væri að bjóða þeim í kaffi eða hádegismat? Látlausari aðstæður gætu verið góðar til að brjóta ísinn og byrja að byggja upp sambönd við liðið þitt.

Til að komast að fyrstu vikunum á nýjum vinnustað verður þú fyrst að fullkomna ferilskránna og negla viðtalið. Til allrar lukku erum við með góðar ráðleggingar til að koma þér af stað á veginum til árangurs!

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfVerkfærakista ESB fyrir hreyfanleikaEURES bestu starfsvenjurEURES þjálfunYtri EURES fréttirYtri hagsmunaaðilarÁbendingar og ráðInnri EURES fréttirAtvinnudagar/viðburðirVinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttirFréttir/skýrslur/tölfræðiNýliðunarstraumarSamfélagsmiðlarÁrangurssögurUngmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.