
Sæktu snemma um
Flest fyrirtæki byrja að ráða mörgum mánuðum áður en vetrarárstíminn gengur í garð. Það gerir þeim kleift að velja rétta fólkið og þjálfa það ef þörf krefur. Svo þú ættir að setja þig snemma í samband við vinnuveitandann og ekki bíða fram á síðasta dag sem umsóknarfresturinn rennur út.
Vertu fagleg/ur
Fyrir þig er þetta kannski bara „vinna í vetrarfríinu“ en frá sjónarhóli vinnuveitandans eru mikilvæg fjárfesting í fyrirtækinu. Sýndu vinnuveitandanum að þú takir starfsviðtalið alvarlega. Alveg sama hvort viðtalið sé á netinu eða ekki ættir þú að klæða þig vel, mæta á réttum tíma og sýnda viðmælandanum að þú kunnir að meta þetta tækifæri.
Vertu sveigjanleg/ur
Vinnuveitendur ráða oft árstímabundna starfsmenn fyrir annasöm tímabil í rekstrinum. Það þýðir að árstímabundnir starfsmenn eru oft beðnir um að vinna á skringilegum tíma eða sinna störfum sem upphaflega voru ekki í starfslýsingunni. Eitt mikilvægt atriði sem vinnuveitendur leita eftir í fari árstímabundinna starfsmanna er sveigjanleiki. Gakktu úr skugga um að undirstrika það í ferilskránni þinni og í viðtalinu.
Hafðu fyrri vinnuveitendur í huga
Ef þú hefur áður verið í árstímabundinni vinnu og varst ánægð/ur hjá fyrri vinnuveitendum ættir þú að velta fyrir þér að hafa beint samband við þá. Flestir vinnuveitendur kjósa að ráða aftur einstaklinga sem þekkja til starfsins og þurfa litla þjálfun og leiðbeiningar.
Kynntu þér hlutina
Fyrir starfsviðtalið ættir þú að taka þér tíma í að lesa um hvað fyrirtækið gerir og fræðast meira um vörurnar sem þú munt vinna við. Það sýnir viðmælandanum að þú hafir áhuga á starfinu og takir þetta tækifæri alvarlega.
Hafðu samband við EURES-ráðgjafa okkar
Með yfir 3 milljón laus störf um alla Evrópu er EURES-vefgáttin besti staðurinn til að byrja að leita að næsta árstímabundna starfinu þínu. Þú getur einnig haft samband við EURES-ráðgjafa sem geta hjálpað þér að finna styrkleika þína og áhugasvið og munu hjálpa þér við að leita og sækja um störf.
Finndu EURES-ráðgjafa nálægt þér eða hafðu samband við næsta EURES ráðgjafa á spjallinu.
Í samstarfi við EURES, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.
Tengdir hlekkir:
spjallaðu á netinu við EURES ráðgjafa
Nánari upplýsingar:
Finna Eures ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 29 September 2022
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ábendingar og ráðNýliðunarstraumarUngmenni
- Tengdir hlutar
- Ábendingar og ráðBúseta & atvinna
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles