Búa til reikning
Ef þú ert ekki nú þegar með EURES reikning er þetta rökrænt fyrsta skref. Eyddu nokkrum mínútum af tíma þínum og fylltu út einfalt eyðublað á netinu til þess að stofnun þín fái aðgang að miklum fjölda af Drop’pin@EURES’s ávinningum í staðinn.
Auglýsa starf
Ferlið fyrir hvert land er mismunandi, en upphafspunkturinn er sá sami. Veldu landið þitt úr felliglugganum og fylgdu hlekkjunum sem birtast. Með því að auglýsa starf á Drop’pin@EURES, nærðu til mikils fjölda af ungum atvinnuleitendum um alla Evrópu.
Birta tækifæri fyrir ungt fólk
Tækifæri fyrir ungt fólk sem eru birt á Drop’pin@EURES geta verið starfsnám, námsvist, tungumálanám, rafrænt nám, sjálfboðaliðastarf, aðstoð við frumkvöðlastarf og margt fleira. Hægt er að birta auglýsingarnar handvirkt (mælt er með því fyrir smærri stofnanir og einstaklinga) eða taka þær beint af vefsíðu fyrirtækisins eða stofnunarinnar (mælt er með því fyrir stærri stofnanir eða mörg atvinnutilboð). Kosturinn við að birta auglýsingu með tækifærum fyrir ungt fólk á Drop’pin@EURES er að þar er stór hópur af fólki sem er að bíða eftir einmitt svona tækifærum.
Finna umsækjendur og fylla lausar stöður
Þegar búið er að birta auglýsingu eða tækifær, gerir Drop’pin@EURES þér kleift að leita eftir hugsanlegum umsækjendum sem henta þörfum þínum. Þú getur farið yfir starfsferilsskrár umsækjenda, skoða hæfileika þeirra og reynslu og fundið þannig hinn fullkomna starfsmann.
Flettið í gegnum fréttasafnið til að lesa áhugaverðar greinar og ráðleggingar
Fréttahluti Drop’pin@EURES er með mikið af greinum sem bjóða upp á ráðleggingar, leiðbeiningar og innsýn í málefni mannauðastjórnunar og framkvæmdastjórnunar. Hér kemur fram af hverju menningarmunur kemur fyrirtækjum að góðu ásamt leiðbeiningum um hvernig skuli skapa blómstrandi vinnuumhverfi, en þessar upplýsingar nýtast fyrirtækjum og stofnunum til að stækka sjóndeildarhringinn sinn.
Finndu fyrsta EURES starfið þitt og tengdu þig með Reactivate
Drop’pin@EURES birtir ekki bara atvinnutækifæri á eigin vegum; það styður einnig viðburði og þjónustur eins og Fyrsta EURES starfið þitt og Reactivate-áætlunina. Bæði þessi verkefni eru markvissar hreyfanleikastefnur sem hjálpa stofnunum og fyrirtækjum að finna hentuga starfsmenn frá öðrum löndum innan ESB til þess að manna lausar stöður. Ef þú átt í vanda með að finna starfsmenn með sérstaka hæfileika í heimalandi þínu, gætu Fyrsta EURES starfið og Reactivate-áætlunin verið svarið.
Frekari upplýsingar
Viltu fræðast meira um Drop’pin@EURES og hvað það getur fært stofnunum eins og þinni? Farðu á vefsíðu Drop’pin@EURES eða skoðaðu efnið hér að neðan:
Komdu þér í tengingu við Drop’pin@EURES og birtu tækifæri fyrir ungt fólk á nokkrum mínútum
Fyrirtæki og stofnanir: frekari upplýsingar
Menntastofnanir: frekari upplýsingar
Tengdir hlekkir:
til að leita að hugsanlegum umsækjendum
Komdu þér í tengingu við Drop’pin@EURES og birtu tækifæri fyrir ungt fólk á nokkrum mínútum
Fyrirtæki og stofnanir: frekari upplýsingar
Menntastofnanir: frekari upplýsingar
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eurselöndum
VinnugagnagrunnurEures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 8 Febrúar 2018
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /FrumkvöðlastarfYtri hagsmunaaðilar
- Tengdir hlutar
- Hjálp og aðstoð
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles