Hérna eru nokkrar ábendingar um hvernig þú getur skipulagt starfslok.
Ertu að flytja út af vinnu? Skráðu þig hjá landinu sem þú hefur aðsetur í.
Ef þú flytur frá einu ESB landi til annars vegna nýrrar vinnu, skaltu passa þig að skrá þig í nýja landinu um leið og þú getur svo þú getir gert tilkall til þeirra réttinda sem þú hefur rétt á þegar þú nærð eftirlaunaaldri. Mundu að lífeyriskerfi eru mismunandi á milli landa, svo þú skalt athuga almannatryggingarétt þinn þegar þú kemur til landsins.
Er kominn tími á starfslok? Byrjaðu ferlið í landinu sem þú ert búsett(ur) í.
Ef þú hefur unnið í þremur ESB löndum á síðustu 10 árum og þú hefur rétt á lífeyri frá ríkinu í öllum þremur, ættir þú að sækja um þessa lífeyra í landinu sem þú vannst síðast í. Landið mun þá samræma við hin tvö til að tryggja að þú fáir allan þann lífeyri sem þú átt rétt á.
Hvernig er lífeyrinn útreiknaður?
Eftir að viðeigandi yfirvöld í búsetulandi þínu hafa unnið úr kröfu þinni um lífeyri frá mörgum löndum, færðu annað hvort lífeyri frá öllum þessum löndum eða landslífeyri frá búsetulandi þínu, hvort sem er hærra. Jafnvel þó þú hafir ekki unnið nógu lengi í einu landi til að eiga rétt á lífeyri, gætir þú enn fengið hlutfallslegan lífeyri frá því landi. Það er vegna þess að lífeyririnn er reiknaður út frá heildartíma sem þú hefur unnið innan ESB.
Ertu að fara á eftirlaun í öðru landi? Sæktu um þar sem þú vannst seinast.
Ef þú ert að fara á eftirlaun erlendis í nýju ESB landi, skaltu byrja umsóknarferlið vegna lífeyris hjá viðkomandi ríkisstofnun í landinu sem þú vannst síðast í.
Hvað um skatta á lífeyri?
Ef þú hefur farið á eftirlaun í öðru ESB landi og þú eyðir meira en helmingnum af hverju ári í því landi, gæti landið talið þig hafa skattalega festu þar. Geri þeir það, gætir þú þurft að borga skatt af lífeyri sem þú færð frá öðrum löndum. Athugaðu tvísköttunarsamninginn til að vera viss.
Hvað með auka lífeyrissparnað?
Auka lífeyrissparnaður virkar öðru vísi en lífeyrir frá ríkinu, þar sem hann kemur venjulega frá vinnuveitanda og fer í gegnum einkafyrirtæki. Ef þú ert með auka lífeyrissparnað í einu landi og flytur síðan til annars, heldur þú auka lífeyrisréttinum rétt eins og þú hafir aldrei farið úr fyrsta landinu.
Talaðu við viðeigandi stofnun í búsetulandi þínu fyrir frekari upplýsingar um skatta- og lífeyrislöggjöf sem gæti haft áhrif á þig. Hafir þú spurningar um hreyfanleika í vinnu, skaltu tala við EURES ráðgjafa nálægt þér.
Tengdir hlekkir:
Skrifstofa fyrir vinnu, félagsmála og aðgengi allra
Þín Evrópa - Almannatryggingavernd erlendis
Þín Evrópa - Lífeyrisréttindi erlendis
Þín Evrópa - landsskrifstofur til að sækja um lífeyri
Þín Evrópa - eftirlaun erlendis
Þín Evrópa - auka lífeyrissparnaður erlendis
Þín Evrópa - tvísköttun á lífeyri
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
VinnugagnagrunnurEURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
EURES á Google+
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 29 Nóvember 2017
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
- Tengdir hlutar
- Hjálp og aðstoðBúseta & atvinna
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles