Skip to main content
EURES
fréttaskýring6 September 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Hótel í Þýskalandi fyllir upp í aðkallandi lausar stöður með hjálp Eures

Fyrir fyrirtæki í ferða- og gistiþjónustu er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að finna erlent starfsfólk til að ráða í laus störf. Engu að síður hafa lítil og meðalstór fyrirtæki ekki alltaf bolmagn til að sjá um alþjóðlegar ráðningar.

Hotel in Germany fills urgent vacancies with the help of EURES
Romantik Berghotel Astenkrone

Sem betur fer þurfa fyrirtæki í Þýskalandi ekki að standa einsömul í leit sinni að hæfum alþjóðlegum umsækjendum. Zentrale Auslands- und Fachvermittlung (ZAV), alþjóðleg deild þýsku vinnumálastofnunarinnar hjálpar þeim að leita að mögulegum umsækjendum að utan sem hafa kunnáttuna sem vantar á þýska vinnumarkaðinum.

Hérna kemur Eures líka inn í. Sem meðlimur í Eures samstarfsnetinu, notar ZAV gagnasöfn samstarfsnetsins til að styðja við vinnuveitendur. Nánar tiltekið, getur það nýtt sér stuðninginn sem er í boði í gegnum "fyrsta Eures-starfið þitt" áætlunina, sem hjálpar ungu fólki að finna atvinnu- eða þjálfunartækifæri erlendis og styður vinnuveitendur við að finna þá kunnáttu sem þeir þurfa fyrir fyrirtæki sín.

Fyrirtæki sem hefur haft hag af stuðningnum sem er í boði frá ZAV og Eures er Romantikhotel Astenkrone í Winterberg, Nordrhein-Westfalen, sem fyrr á þessu ári bauð tvo nýja starfskrafta frá Suður-Evrópu velkomna til að fylla í lausar stöður sem lá á að ráða í á annasamasta tíma ársins.

Eins og Jörg Templin, framkvæmdastjóri Romantikhotel Astenkrone, útskýrir: "Þegar tveir starfsmenn hættu skyndilega rétt fyrir jól, við upphaf annasamasta tíma ársins, þurftum við að finna þjón og móttökustjóra fyrir fullbókað hótelið með stuttum fyrirvara. Við snérum okkur að vinnumiðlun á staðnum, sem kom okkur í samband við ZAV, sem stakk upp á nokkrum erlendum umsækjendum fyrir okkur."

Templin valdi að ráða Angelo Cinieri, frá Ítalíu og Maria Consuelo Bravo, frá Spáni, sem hafa frá ársbyrjun styrkt 42 manna starfslið hótelsins. Í báðum tilvikum var minna en þrjár vikur frá því að umsækjendur sendu inn umsókn í gegnum ZAV og þangað til þeir hófu störf á hótelinu.

ZAV fann ferilskrá Bravo á gagnagrunni Eures samstarfsnetsins síðla árs 2017 og hafði samband við hana. Hún er í raun og veru kennari sem kennir spænsku sem annað mál, en hafði starfað í meira en þrjú ár sem móttökustjóri á hóteli í Barselóna og hafði verið au pair í Vín þannig að ferilskráin hennar passaði vel fyrir hótelið.

ZAV þekkti hinsvegar þá þegar til Cinieri þar sem deildin hafði þá þegar fundið sumarstarf fyrir hann í ísbúð á eyjunni Wangerooge árið 2017. Eftir það hafði hann upphaflega flutt aftur til Ítalíu þar til hann heyrði um einn af ráðningarviðburðum ZAV í samstarfi við Eures Ítalíu í Mílan og hafði samband aftur.

"Við tókum fljótt eftir að hann hafði bætt þekkingu sína á þýsku til muna síðan við ræddum síðast saman", rifjar Stephanie Diegel, sem vinnur sem ráðningarfulltrúi og Eures-ráðgjafi hjá ZAV í Dortmund, upp. "Þess vegna var okkur strax ljóst að við gætum stungið upp á honum sem umsækjanda fyrir aðra vinnuveitendur."

Vinnuveitandi þarf að vera tilbúinn að leggja mikið á sig til að aðlaga erlenda starfsmenn að fyrirtækinu, og er Romantikhotel Astenkrone gott dæmi um það. Eftir komu þeirra, studdi hótelið virkt við báða nýju starfsmennina til að hjálpa þeim að koma sér fyrir, aðstoðaði þau við húsnæði og formsatriði og bauð upp á ráðleggingar allan sólarhringinn.

Bæði Bravo og Cinieri fengu líka stuðning frá Fyrsta Eures-starfið þitt með fjármögnun á ferðakostnaði.

"Starfsfólki ætti aldrei að finnast það einsamalt", segir Templin. Hann bætir við að fyrirtæki "ættu ekki að hunsa mikilvægi samfélagslegrar aðlögunar, því ef starfsfólki leiðist í frítíma sínum mun það ekki endast lengi."

"Fyrir flesta alþjóðlega umsækjendur er það að ferðast til Þýskaland skref inn í óvissuna", bætti Thorsten Rolfsmeier, sem vinnur sem forstjóri fyrirtækjaeiningar hjá ZAV, við. "Þeir verða að vita nákvæmlega hverju þeir eiga von á og hvaða hjálp þeir fá."

Þökk sé ZAV og Eures, gat Romantikhotel Astenkrone fyllt í tvær lykil stöður á neyðartímabili, á sama tíma og Bravo og Cinieri fengu tækifæri til að öðlast verðmæta alþjóðlega starfsreynslu. Stuðningurinn sem hótelið gaf þeim við að aðlagast samfélaginu er gott fordæmi sem aðrir vinnuveitendur geta fylgt þegar þeir ráða erlenda starfskrafta.

Fyrsta Eures-starfið þitt áætlunin hjálpar ungu fólki á aldrinum 18-35 ára að finna atvinnu- eða þjálfunartækifæri í öðrum aðildarríkjum ESB, Noregi eða Íslandi, til dæmis í gegnum starfsnemastöðu, lærlingsstöðu eða tungumálanámskeiðs. Til að komast að meiru, skaltu fara á: http://www.yourfirsteuresjob.eu/en/home.

 

Tengdir hlekkir:

Fyrsta Eures-starfið

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@Eures

Finna Euresráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
Ytri EURES fréttirÁrangurssögurUngmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.