Verið opin fyrir einkageiranum
Það er auðvelt að halda að fullkomni umsækjandinn starfi þegar hjá frjálsum félagasamtökum. Þó það geti verið rétt, þá þrengir þessi skoðun væntanlegan umsækjendahóp verulega sem getur þýtt að þíð getið misst af hæfasta starfsmanni í starfið. Hæfileikar og reynsla sem menn fá í einkageiranum geta nýst mönnum þegar þeir koma til starfa fyrir frjáls félagasamtök.
Metið viðeigandi reynslu að verðleikum
Eins er mikilvægt að líta ekki framhjá viðeigandi reynslu sem tilvonandi starfsmenn hafa öðlast utan vinnustaðar, sérstaklega ef þeir búa yfir takmarkaðri starfsreynslu. Að hafa unnið sjálfboðastörf eða samfélagsstörf sýnir að umsækjandi býr yfir víðari þekkingu og reynslu – sérstaklega ef þessi störf eru á því sviði sem félagasamtökin ykkar starfa á eða í landi sem samtökin eru í tengslum við – en slík reynsla getur gert umsækjendur hæfari í þá stöðu sem verið er að ráða í.
Ekki leggja of mikla áherslu á ‘ástríðu’ fyrir málstaðinn
Það er enginn vafi á því að frjálsu félagasamtökin ykkar vinni frábært starf og að starfsfólkið sé leggi sig allt fram til að láta gott af sér leiða á þessu sviði. Ef hinsvegar þessi ástríða byggir ekki á áhuga – og hæfileikum – fyrir vinnuna sem slíka, þá getur verið betri að finna einhvern sem hefur ekki átt sér þann draum að bjarga umhverfinu, berjast gegn fátækt eða breyta heiminum. Það er mun auðveldari fyrir nýja starfsmenn að laga sig að stefnu og gildum samtakana ykkar heldur en að læra að verða góðir starfsmenn.
Veittu þeim áskoranir
Að starfa hjá samtökum sem reiða sig á gjafafé þýðir að starfsmenn séu í reglulegu sambandi við viðkvæmt fólk og eins geta viðfangsefni samtakanna verið krefjandi. Það getur verið nauðsynlegt fyrir starfsmenn að tileinka sér mismunandi hæfileika, til þess að geta mætt þeim áskorunum sem menn standa frammi fyrir í þessu krefjandi umhverfi.
Að spyrja spurninga varðandi erfiðar áskoranir í fyrri störfum eða hvað einstaklingur myndi gera við krefjandi aðstæður, getur hjálpað að sía út þá umsækjendur sem hafa skapferli sem nýtist vel við störf innan frjálsa félagasamtaka.
Vertu heiðarlegur varðandi getu umsækjenda
Nýjir starfsmenn þurfa að læra margt nýtt og þeir verða að fá tækifæri til að ‘vaxa inn í stöðu sína’. En ef þeir þurfa að vaxa of mikið, þá gæti verið að geta og kunnátta hafi verið ofmetin í atvinnuviðtalinu. Það hjálpar mikið að vera heiðarlegur varðandi hæfileika fólks til að koma í veg fyrir að þurfa að endurtaka ráðningarferlið, ef í ljós kemur að umsækjandinn hentaði ekki í viðkomandi starf.
Bjóðið upp freistandi atvinnupakka
Starfmannaráðningar eru tvístefnuakbraut – þótt ykkur finnist að þið séuð búin að finna rétta umsækjandann verður hann að vera tilbúinn að hefja störf hjá ykkur. Eftirsóknarverður atvinnupakki, þar sem kemur skýrt fram hvaða hlutverk umsækjandinn mun gegna og hvaða stuðning hann mun fá við það að þróast í starfi, getur aukið gagnsæi og virkað hvetjandi á umsækjandann þegar kemur að því að taka atvinnutilboðinu.
Við höfum fjallað mikið um frjáls félagasamtök á undanförnu – ef þú hefur áhuga á frjálsum félagasamtökum i Evrópu og ástæðunum fyrir því að fólk hafi áhuga að vinna fyrir slík samtök, skoðaðu þá upplýsingarnar um frjáls félagasamtök: hvað, af hverju og hvernig?
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir atvinnurekendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Eures á Google+
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 10 Júlí 2017
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /FrumkvöðlastarfÁbendingar og ráðNýliðunarstraumarUngmenni
- Tengdir hlutar
- Búseta & atvinna
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles