Skip to main content
EURES
fréttaskýring5 Desember 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Franskur upplýsingatæknifræðingur kemur sér fyrir í Danmörku þökk EURES stuðningi

Aurelie Giraud hafði alltaf langað að lifa í Skandinavíu, þannig að þegar tækifærið gafst til að flytja til Danmerkur, greip hún það. Við spjölluðum við Aurelie, auk Lars Rungø fráWorkindenmark, til að komast að því hvernig EURES studdi hana við flutningana.

French data scientist settles into life in Denmark thanks to EURES support
Aurelie Giraud

"Eins lengi og ég man eftir mér, hefur mig langað að lifa erlendis og uppgötva aðra menningu,", segir Aurelie, frá Frakklandi. "Skandinavísk lönd voru efst á listanum mínum. Mér líkar mjög vel við danska hugsunarháttinn, hann er blanda af því að vera afslappaður og hugsa með skilvirkum hætti. Þannig að þegar kærastinn minn fékk símtal varðandi atvinnuviðtal í Álaborg, gripum við tækifærið – og það fór allt vel."

Að flytja atvinnuleysisbætur

Aurelie var í nokkuð óvenjulegum aðstæðum þegar hún flutti, því þótt hún hafði unnið í nærri 10 ár fyrir flutninginn, hafði hún hætt í sinni vinnu og var á atvinnuleysisbótum í Frakklandi. Þökk sé stefnu um flutning atvinnuleysisbóta Evrópusambandsins, gat Aurelie haldið áfram að þiggja atvinnuleysisbætur í þrjá mánuði í viðbót til að aðstoða hana í atvinnuleitinni í Danmörku. Eins og Aurelie kemst að orði: "Nákvæmlega réttur tími til að finna vinnuna mína!"

Til að virkja bótaréttinn, þurfti Aurelie að heimsækja Workindenmark til að skrá sig sem atvinnuleitandi sem hefur komið með atvinnuleysisbótarétt frá öðru ESB/EES landi. Í Álaborg, sinnir International Citizen Service (ICS) Workindenmark, og því heimsótti hún skrifstofu þeirra til að ganga frá flutningi sinna atvinnuleysisbóta. Í ICS miðstöðinni, gat hún framkvæmt ýmsar skráningar og fengið leiðsögn frá mismunandi opinberum stofnunum í Danmörku.

"Að geta flutt atvinnuleysisbæturnar veitir enn frekari hvatningu til að flytja til annars lands [jafnvel í atvinnuleysi], þar sem að þú veist að þú munir hafa atvinnuleysisbætur í ákveðinn tíma þannig öryggisnet til að flytja erlendis og reyna að finna stöðu," útskýrir Lars Rungø frá Workindenmark. "Aurelie var einnig að vinna í lausamennsku þannig að við bentum henni á dönsku skattayfirvöldin svo hún gæti skráð sig með réttum hætti," rifjar hann upp.

Málstofa fyrir alþjóðlega atvinnuleitendur

Til að styðja hana í sinni atvinnuleit, tók Aurelie þátt í atvinnuleitarmálstofu í Álaborg sem skipulögð var af Workindenmark, sem tilheyrir EURES netinu.

"Atvinnuleitarmálstofan er hugsuð fyrir alþjóðlega borgara sem myndu vilja fá innblástur til að gagnast atvinnuleit sinni í Danmörku," útskýrir Lars. Málstofan veitir einnig ráðgjöf um hvernig eigi að útbúa áhrifaríka ferilskrá og kynningarbréf, með fríum endurgjafarfundum veittum þátttakendum eftir hana.

Vegna bakgrunns hennar í UT, alþjóðlegs hugsunarháttar, og kunnáttu í ensku og frönsku, vissi Lars að Aurelie var sterkur umsækjandi, sérstaklega þar sem Danmörk glímir við vinnuaflsskort í UT geiranum. Aurelie fann vinnu sem upplýsingatæknifræðingur hjá Trackunit, leiðandi veitandi Internet of Things (IoT) lausna, með höfuðstöðvar í Álaborg. Hlutverk hennar felst í því að safna og greina gögn til að veita verðmæta innsýn í rekstur fyrir viðskiptavini.

Undirbúningur er lykillinn að aðlögun

"Fyrir mér er lykillinn að góðri aðlögun í öðru landi að vera vel undirbúinn. Það er svo auðvelt fyrir okkur að finnast vera týnd í öðru landi því allt er nýtt: stjórnsýslan, tungumálið, menningin, ferlarnir, vinnumarkaðurinn... EURES getur aðstoðað í faglegu tilliti og er stór þáttur aðlögunarinnar," ráðleggur Aurelie.

"EURES gáttin er gullnáma," segir hún. "Ég fann helling af ráðagóðum upplýsingum sem áttu sérstaklega við Danmörku, en líka almenn ráð um hvernig á að finna vinnu erlendis. Það hjálpaði mér í því að vera tilbúin jafnvel áður en ég var í Danmörku."

"Fólk spyr mig hve lengi við ætlum okkur að vera í Danmörku," segir Aurelie. "Það er ekkert svar," viðurkennir hún. "Við elskum fjölskyldu okkar og vini og söknum þeirra, það er víst. En lífið ber keim af hygge og við elskum það!"

 

Tengdir hlekkir:

Flutningur atvinnuleysisbóta

International Citizen Service (ICS)

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finndu Eures-starfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
Verkfærakista ESB fyrir hreyfanleikaEURES bestu starfsvenjurEURES þjálfunYtri EURES fréttirVinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttirNýliðunarstraumarÁrangurssögur
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.