Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring17 Janúar 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Fjórir þættir sem gætu haft góð áhrifa á starfsferil þinn ef þú stundar nám erlendis

Að stunda nám erlendis er frábær leið til að vera þátttakandi í framandi menningarsamfélagi, læra ný tungumál og kynnast nýju fólki. En það getur einnig haft góð áhrif á starfsferil þinn bæði til styttri og lengri tíma litið. Hvernig? Við höfum tekið saman helstu atriðin hér að neðan.

Four ways studying abroad could enhance your career
Shutterstock

Að stunda nám erlendis... sýnir fram á atorku þína og útsjónarsemi

Það getur verið erfitt að komast inn á vinnumarkaðinn og allt sem hjálpar þér að skera þig úr fjöldanum er bónus. Að stunda nám erlendis mun sýna mögulegum vinnuveitendum fram á að þú hafir búið yfir atorku og útsjónarsemi til að stíga út fyrir þægindarammann og flytja til nýs lands. Það mun sýna að þú sért með reynslu af fjölbreyttri menningu, að þú gefir þig alla/n að þeim starfsferli sem þú valdir, og að þú sér tilbúin/n að grípa þau tækifæri sem þér bjóðast.

Að stunda nám erlendis... gefur þér alþjóðlegar tengingar

Á leið þinni munt þú líklega vera í hópi með mörgum námsmönnum frá því landi sem þú valdir, en einnig með mörgum námsmönnum sem eru í sömu stöðu og þú. Það gefur þér frábært tækifæri til að eignast vini sem koma víðsvegar að úr heiminum — sem eru tengingar sem kunna að endast út lífið og starfsferilinn. Þú veist aldrei hvenær sú staða getur komið upp að þú ert að leita að atvinnu í tilteknu landi og þú manst nafnið á einhverjum sem þú varst með í námi sem býr þar og mun glaður hjálpa þér!

Að stunda nám erlendis... eykur sjálfstæði þitt og sjálfstraust

Segjum bara eins og er, að stunda nám erlendis getur verið erfið tilhugsun, jafnvel fyrir fólk með mikið sjálfstraust. Það krefst hugrekkis að segja skilið við fjölskyldu, vini og kunnuglegar aðstæður og fara í nýjan og framandi heim, en það færir þér einnig möguleika á að auka sjálfstæði þitt og sjálfstraust. Allt þetta er kunnátta sem mun hjálpa þér að blómstra á meðan þú ert erlendis — og það sem mestu máli skiptir varðandi framtíðina — þá er þetta kunnátta sem vinnuveitendur meta mikils.

Að stunda nám erlendis... opnar augu þín og víkkar sjóndeildarhringinn

Mörg okkar eru alin upp í þröngsýnu umhverfi, þar sem eru fyrirfram mótuð gildi og skoðanir. Það þýðir að reynsla okkar og það sem við höfum upplifað kann að vera frekar takmarkað. Að stunda nám erlendis er frábær leið til að komast yfir þetta og opna augu þín og víkka sjóndeildarhringinn svo þú sjáir allt það sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Að vera þátttakandi í annarskonar menningarsamfélagi færir þér þann ávinning og þær áskoranir að hitta samansafn af margvíslegu fólki, sem er allt með mismunandi hugmyndir, skoðanir og sjónarmið. Ef þú getur lært hvernig á að eiga virk samskipti við alla í kringum þig og nota það hvernig þú er ólík/ur öðrum á jákvæðan hátt, þá mun það koma þér í góða stöðu til að gera það sama í vinnunni í framtíðinni.

Þar hefur þú það — fjórar ástæður fyrir því hvernig nám erlendis getur haft góð áhrif á starfsferil þinn. Ef þú hefur áhuga á að starfa erlendis, þá skaltu skoða greinina okkar Að starfa erlendis: Hvað fæ ég út úr því?

Grein gerð í samstarfi við Eures, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
 • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
 • Ábendingar og ráð
 • Ungmenni
Geirinn
 • Accomodation and food service activities
 • Activities of extraterritorial organisations and bodies
 • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
 • Administrative and support service activities
 • Agriculture, forestry and fishing
 • Arts, entertainment and recreation
 • Construction
 • Education
 • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
 • Financial and insurance activities
 • Human health and social work activities
 • Information and communication
 • Manufacturing
 • Mining and quarrying
 • Other service activities
 • Professional, scientific and technical activities
 • Public administration and defence; compulsory social security
 • Real estate activities
 • Transportation and storage
 • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
 • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.