Skip to main content
EURES
fréttaskýring22 Júní 2021European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Fimm ástæður fyrir því að tungumálanám getur aukið ráðningarhæfi þitt

Ef þú talar erlent tungumál getu það hjálpað þér að bera af á vinnumarkaði og fanga athygli ráðningaraðila. Það lítur ekki bara vel út á ferilskránni að vera tvítyngdur – það mótar einnig aðra færni sem vinnuveitendur leita að hjá umsækjendum.

Five reasons why learning a language can boost your employability
Unsplash

Færni í aukinni eftirspurn

Netið hefur gert fyrirtækjum auðveldara en nokkru sinni fyrr að sækja inn á alþjóðamarkaði. Þar sem mörg smærri fyrirtæki eru nú með sífellt fleiri alþjóðlega viðskiptavini og samstarfsaðila gerir fjöldi starfa kröfur um erlenda málakunnáttu. Svo hvort sem þú ert að leita að starfi hjá stórfyrirtæki eða í smáfyrirtæki eru líkur á því að þú þurfir að geta talað að minnsta kosti eitt erlent tungumál.

Berðu af öðrum

Samkeppni getur verið hörð á vinnumarkaði og fá flestar starfsauglýsingar mörg hundruð, stundum þúsundir, umsókna. Ef þú talar eitt eða fleiri erlend tungumál getur það hjálpað þér við að bera af fjöldanum, einkum ef reynsla þín og menntun er svipuð og hjá öðrum umsækjendum. Gakktu úr skugga um að tungumálakunnátta þín komi greinilega fram á ferilskránni þinni svo ekki verði litið framhjá þér.

Sumir halda því meira að segja fram að þar sem 35% Evrópubúa á aldrinum 25-64 eru tvítyngdir sé ekki lengur nóg að tala tvö tungumál svo atvinnuleitendur ættu að læra annað erlent mál til að bera af.

Hærri laun

Starfsmenn sem tala erlent tungumál fá almennt hærri laun en eintyngdir samstarfmenn þeirra. Rannsókn gefur til kynna að ef þú talar eitt erlent tungumál geti það hækkað laun þín um 11% til 35% eftir því hvaða tungumál þú talar og landinu sem þú býrð í. Til dæmis eru fleiri sem tala spænsku sem annað mál í Frakklandi en í Lettlandi svo eftirspurnin eftir tungumálinu er mismunandi í löndunum tveimur.

Fleiri starfstækifæri

Ef þú talar tvö eða fleiri tungumál getur það opnað alveg nýjan vinnumarkað fyrir þig. Vinna hjá erlendu fyrirtæki þýðir ekki lengur að þú þurfir að flytja á milli landa. Aukning á heimavinnu vegna COVID-19 þýðir að sí fleiri fyrirtæki vilja ráða starfsmenn í öðrum löndum. Svo auk þess að beina sjónum þínum að störfum sem krefjast tungumálakunnáttu, sem þú býrð yfir, getur þú einnig beint sjónum þínum að vinnumörkuðunum í löndum viðkomandi tungumála. Alþjóðlegar atvinnuleitendagáttir eins og EURES eru kjörinn staður til að hefja leitina.

Tvítyngi eykur aðra færni

Rannsóknir gefa til kynna að fólk sem talar eitt eða fleiri erlend tungumál sé betra í að leysa vandamál og er oft meira skapandi og sýnir meiri hluttekningu. Lausn vandamála, sköpunargáfa og hluttekning er dýrmæt færni sem allir vinnuveitendur kunna að meta hjá umsækjendum. Því er einnig haldið fram að tvítyngt og fjöltyngt fólk sé jákvæðara fyrir því að samþykkja sjónarmið annarra og betra í að mynda sambönd við aðra en það er einnig frábær færni, einkum á sviði þjónustu við viðskiptavini og viðskiptasambanda.

Viltu æfa tungumálakunnáttu þína og rifja upp það sem þú hefur lært? Ókeypis tól fyrir tungumálanámtil að auka hæfni þína heiman frá þér

Í samstarfi við EURES, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.

 

Tengdir hlekkir:

EURES:Finna starf í Evrópu

Í Evrópu eru það enn forréttindi að tala fleira en eitt tungumál

Rannsókn sýnir að tvítyngdir eru snjallari, meira skapandi og tilfinninganæmari

Hærri laun með erlendri tungumálakunnáttu

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttirNýliðunarstraumarUngmenni
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.