Draugar. Þar byrjaði þetta allt hjá Hannele og Eures í Finnlandi þegar þau voru að ráðgera síðasta ráðningarviðburð. „Fyrir suma vinnuveitendur er það jafnógnvekjandi að ráða útlendinga í vinnu og ráða drauga,“ grínast hún. „Það er reimt í Häme eins og öllum gömlum kastölum, svo mér datt í hug að skipuleggja viðburð út frá því.“
Häme kastalinn stendur við vatn í Hämeenlinna í Finnlandi. Hann var fullkominn staður fyrir viðburð með yfir 80 gesti, þar á meðal atvinnuleitendur og vinnuveitendur. Endanlegt markmið viðburðarins var að veita þessum tveimur hópum tækifæri til að hittast augnliti til auglitis og skrifa vonandi undir ráðningarsamninga.
Þeim gafst einnig tækifæri til að sækja málstofu með pallborðsumræðu og ráðningarmessu á staðnum með básum – og draugagangi. „Til að gera hana [ráðningarmessuna á staðnum] meira spennandi var hópur listamanna sem lék ráðningarsögu fyrir gesti básanna í anda Ghostbusters” segir Hannele.
Árangur viðburðarins má sjá á myndbandi sem Eures í Finnlandi gaf út í desember 2019. Þegar hún var spurð að því hvaða skilaboð áhorfendur ættu að lesa út úr myndbandinu segir Hannele „að með því að blanda geði við og kynnast fólki muntu ná árangri í alþjóðlegum ráðningum. Með því að bjóða upp á afþreyingu laðar þú að fleiri þátttakendur fyrir næsta ár.“
Þegar Eures Finnlandi er ekki að skipuleggja draugalega ráðningarviðburði býður teymið atvinnuleitendum og atvinnurekendum í Finnlandi og víðar upp á fjölbreytta þjónustu. Þetta er mikilvæg vinna fyrir land þar sem skortur er á hæfu vinnuafli á sviðum eins og heilbrigðisþjónustu, málmvinnslu, flutningastarfsemi, þjónustu og ferðamennsku (einkum í Lapplandi).
„Við bjóðum atvinnuleitendum upp á leiðbeiningar og ráðningarþjónustu og Eures vefgáttina,“ útskýrir Hannele. „Við bjóðum einnig upp á ráðgjöf um Fyrsta Eures starfið þitt, fjárhagslegan stuðning og niðurgreidd finnskunámskeið á vinnustöðum.“
Þjónusta við vinnuveitendur tengist ráðningarþjónustu, leiðbeiningum og fjárhagslegum stuðningi fyrir tungumálakennslu. „Það hjálpar fyrirtækjum að verða alþjóðlegri og ná inn á alþjóðlega markaði ef þau ráða fólk í vinnu frá öðrum löndum,“ segir Hannele. „Fyrirtækið nýtur líka góðs af slíkum starfsmönnum dags daglega því þeir færa eð sér ný tungumál og skilning á öðrum menningarheimum.“
Vefsíða Eures býður upp á hafsjó upplýsinga og tækifæra fyrir bæði atvinnuleitendur sem hafa áhuga á því að flytja til Finnlands,og finnska vinnuveitendur sem vilja ráða fólk til vinnu frá öðrum löndum.
Frekari upplýsingar má finna á ýmiss konar öðrum vefsíðum:
- atvinnuleitendur:
- vinnuveitendur:
Tengdir hlekkir:
Sem vilja ráða fólk til vinnu frá öðrum löndum
Vefsíða vinnuverndaryfirvalda í Finnlandi
Nánari upplýsingar:
Finna Eures ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 17 Febrúar 2020
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /FrumkvöðlastarfEURES bestu starfsvenjurYtri hagsmunaaðilarInnri EURES fréttirAtvinnudagar/viðburðirNýliðunarstraumarUngmenni
- Tengdir hlutar
- Búseta & atvinna
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles