Það besta við Evrópska atvinnudaga á netinu er að þú þarft ekki að vera staðsett(ur) í borginni sem þeir eru haldnir í. Einnig er hægt að taka þátt í atburðum á staðnum í gegnum netið þannig að þú getur tekið þátt sama hvar þú ert í Evrópu.
Þátttaka í atvinnudegi getur verið yfirþyrmandi reynsla þannig að hér eru nokkrar ábendingar til að hjálpa þér að hagnast á reynslunni, hvort sem þú ert á staðnum eða netinu.
Kynntu þér hlutina
Til að taka þátt í Evrópskum atvinnudögum á netinu þarftu að skrá þig fyrirfram. Atburðirnir eru ókeypis þannig að skráning er einföld. Næsta skref er að rannsaka fyrirtækin sem taka þátt, helstu verkefni þeirra og gildi.
Listi yfir fyrirtæki sem taka þátt verður birtur fyrirfram á atburðasíðunni, þannig að þú getur ákveðið hvern þú vilt tala við og undirbúin viðeigandi spurningar. Það að geta sýnt þekkingu á fyrirtækjunum og verkefnum þeirra sýnir áhuga og frumkvæði og getur hjálpað þér að standa upp úr.
Sæktu um störf fyrirfram
Störfin er einnig að finna á netinu og þátttakendur geta sótt um fyrirfram. Ef þú gerir það getur þú skipulagt þig og hámarkað tíma þinn yfir helgina. Það gefur þér tækifæri á að rannsaka fyrirtækin betur.
Áður en þú sækir um þarftu að taka nokkra hluti til skoðunar. „Sjáðu hvernig ferilskrá í Þýskalandi lítur út og hvaða upplýsingar þær innihalda. Það getur verið gríðarlega mikill munur á milli þess hvernig ferilskrá er í þínu landi og í landinu sem þú vilt vinna í,“ útskýrir Natalia Giménez Pérez, ráðgjafi frá innflytjendaþjónustu opinberu þýsku vinnumiðlunarinnar. Hún bætir við: „Þýsk fyrirtæki biðja um ‚kynningarbréf‘ sem ætti að skýra af hverju þú vilt sækja um hjá fyrirtækinu og sérstaklega þetta starf.“
Undirbúningur fyrir viðtal
„Undirbúðu stutta kynningu á sjálfum/sjálfri þér á ensku eða þýsku áður en þú ræðir við vinnuveitendurna. Hafðu í huga að mismunandi staðreyndir um þig gætu verið mikilvæg fyrir mismunandi fyrirtæki og mismunandi störf,“ sagði Natalia.
Þar að auki ættir þú að undirbúa svör við algengum spurningum svo sem: „Af hverju viltu vinna fyrir fyrirtæki okkar?“ og „af hverju ertu rétti aðilinn í þessa stöðu?“
Natalia mælir líka með að gera það sama varðandi landið sem þú vilt flytja til. Vinnuveitendur gætu spurt af hverju þú vilt vinna í Þýskalandi og spurt út í þekkingu þína um svæðið þar sem fyrirtækið er staðsett. „Ef þú getur svarað þessum spurningum sýnir það að þú sért með vel undirbúna áætlun en ekki bara skyndihugdettu,“ útskýrir hún.
Nokkrar ábendingar í lokin
Ef þú getur komið á staðinn muntu vilja koma vel fyrir. Passaðu að þú klæðir þig á viðeigandi hátt, hafir gott vald á ensku eða þýsku og sért með nokkrar útprentaðar ferilskrár (aftur á ensku eða þýsku) til að bjóða mögulegum vinnuveitendum.
Fyrir þau ykkar sem takið þátt á netinu skuluð þið athuga áður en þið byrjið. Passið að þið séuð með stöðuga nettengingu og tryggið að hátalarar/heyrnartól og vefmyndavél virki rétt.
Fyrir frekari upplýsingar um næstu Make it in Germany: Evrópskir atvinnudagar (á netinu), kíktu á Make it in Germany vefsíðuna eða á viðburðasíðu EURES.
Tengdir hlekkir:
Nánari upplýsingar:
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 14 Mars 2019
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Verkfærakista ESB fyrir hreyfanleikaYtri EURES fréttirÁbendingar og ráðAtvinnudagar/viðburðirVinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttirUngmenni
- Tengdir hlutar
- Hjálp og aðstoð
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles