Skip to main content
EURES
fréttaskýring24 Október 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Komið að Eistlandi að skína þegar það hýsir forseta ESB

Kastljósið er á Eistlandi þetta haust og vetur, þar sem landið hýsir forseta ráðs ESB.

Estonia’s turn to shine as it hosts EU presidency
EURES Estonia

Þetta er ekki bara tækifæri fyrir Eistland til að sýna hinum aðildarríkjum menningu sína, heldur er þetta tækifæri til að draga atvinnuleitendur til landsins og kynna þjónustuna sem EURES getur boðið þeim sem leita að vinnu erlendis.

Þá má helst nefna Starfadegi á netinu hjá EURES Eistlandi í Tallinn þann 7. nóvember. Þau eiga von á meira en 90 innlendum og erlendum atvinnuveitendum og í kringum 5.000 gestum. Atvinnuveitendur frá Noregi, Þýskalandi og Tékklandi hafa þegar staðfest komu sína, þar sem þeir leita að starfskröftum í Eistlandi.

Atburðurinn er stærsta starfamessa landsins og verður haldin í Creative Hub í Tallin, þar sem allir opinberir fundir verða haldin á meðan á forsetatíðinni  stendur. Á meðan á starfamessunni stendur verða einnig málstofur fyrir innlenda atvinnuveitendur, sem er hluti af Dagur evrópskra atvinnuveitenda frumkvæðinu, sem Evrópunet opinberra atvinnumiðlanna (PES) stendur fyrir.

Vinna í Eistlandi hefur í för með sér margskonar ávinning, samkvæmt landsbundnum EURES samræmingaraðila Marta Traks. „Fólk sem flytur til Eistlands frá öðrum löndum vegna vinnu telja helsta aðdráttaraflið vera að hægt er að klifra mun hraðar upp metorðastigann en í öðrum löndum, vegna þess hvernig innra skipulag fyrirtækja er hérna,“ segir hún. „Ungir starfsmenn fá oft tækifæri til leiðtogastarfa, og starfsfólk fær viðurkenningu og umbun fyrir framlag sitt.“

Utan vinnustaðarins hefur landið upp á mikið að bjóða, bætir hún við. „Hér má finna nóg af frísku lofti, ferskum mat og rúmgóðar sveitir. Fólk frá allskonar menningarlegum bakgrunni segir að því líði vel hérna. Þrátt fyrir hvað landið er lítið, getur þú alltaf fundið frábæra tónleika og sýningar. Þér líður aldrei eins og tíminn standi í stað.“

Landið er að skipuleggja nokkra aðra atburði sem tengjast búferlaflutningum á meðan á forsetatíðinni stendur. Í september, til dæmis, hélt háskólinn í Tallinn ráðstefnu sem heitir ESB í alþjóðlegu kapphlaupi um hæfileikafólk: Áskoranir og lausnir við að styrkja samkeppnishæfni ESB, sem skipulögð var af eistnesku upplýsingaþjónustunni fyrir Evrópunet á sviði fólksflutninga.

Þessi ráðstefna er einstakur vettvangur sem færir saman helstu hagsmunaaðila á sviði löglegra fólksflutninga í Evrópu, þar með talda löggjafa frá aðildarríkjum ESB og Framkvæmdastjórninni, Evrópuþinginu, tengiliðum EMN, alþjóðlegum samtökum, frjálsum félagasamtökum, einkageiranum og almenningi.

 

Tengdir hlekkir:

Stærsta starfamessa í Eistlandi, með 5000 atvinnuleitendur á staðnum

Tallinn Creative Hub er skapandi miðstöð í hjarta Tallinn.

Eistneskur forseti yfir ráði Evrópusambandsins

Dagur evrópskra vinnuveitenda frumkvæðið

Evrópunet opinberra atvinnumiðlanna (PES)

Myndbandskynning á Eistlandi fyrir fyrstu eistnesku forsetatíð Evrópusambandsins

Ráðstefna: ESB í alþjóðlegu kapphlaupi um hæfileikafólk: Áskoranir og lausnir við að styrkja samkeppnishæfni ESB

Evrópunet á sviði fólksflutninga

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfEURES bestu starfsvenjurEURES þjálfunYtri hagsmunaaðilarInnri EURES fréttirFréttir/skýrslur/tölfræðiNýliðunarstraumarSamfélagsmiðlarUngmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.