Skip to main content
EURES

Ábendingar og ráð

Ef fyrirtæki ráða starfsmenn frá öðrum löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) getur þeim gefist tækifæri til að finna áhugasama og reynda starfsmenn. Þetta á sérstaklega við ef heima fyrir er um að ræða skort á vinnuafli á tilteknum sviðum efnahagslífsins. Ráðning starfsmanna frá öðrum löndum getur stuðlað að aukinni nýsköpun og samkeppni innan fyrirtækja. 

Hins vegar getur verið erfitt að finna starfsmenn frá öðrum löndum Evrópu ef viðkomandi aðili hefur ekki áður framkvæmt slíka leit. Hvernig á að hefja leitina? Hvaða atriði á að íhuga? Hvar má fá aðstoð og stuðning? 

Þrískipti gátlistinn hér að neðan sýnir ráðstafanir sem gera þarf áður en ráðning starfsmanna frá öðrum löndum á sér stað (upplýsingaöflun), á meðan á ráðningarferlinu stendur (ráðningarferli í öðru EES landi) og eftir að ráðningu er lokið (hafa starfsmann í vinnu). 

 Gátlisti

Ef þið eruð með spurningar varðandi ráðningu starfsmanna frá öðrum löndum smellið þá á hnappinn “Hafa samband við EURES ráðgjafa” til þess að fá upplýsingar um hvar næsta EURES ráðgjafa er að finna. 
Ykkur til hvatningar eru hér ábekingar nokkurra vinnuveitenda sem hafa haft hag af því að ráða starfsmenn frá öðrum löndum, annaðhvort með aðstoð EURES ráðgjafa eða á starfsdögum sem EURES hefur skipulagt:

"Við höfum unnið með ráðgjöfum EURES allt frá 1996. Hvert ár aðstoða allmargir ráðgjafar okkur frá mismunandi löndum við að ráða u.þ.b. 370 árstíðabundna starfsmenn. EURES ráðgjafarnir eru ávallt hjálpsamir, vel upplýstir og vita hvernig á að staðsetja fyrirtæki okkar í landi sínu. Við berum mikið traust til EURES og teljum það forréttindi að vinna með þeim."

Isabelle van Aarle, Framkvæmdastjóri, Cosmo Entertainment, Hollandi

"að var MISCO Malta sönn ánægja að taka þátt í Evrópsku Starfskynningunni í Brussel. Það var í fyrsta skipti sem MISCO tók þátt í alþjóðlegri starfskynningu og það var jákvæð reynsla sem okkur hlakkar til að taka þátt í, í framtíðinni. EURES lagði sitt af mörkum svo þessir starfsdagar yrðu árangursríkir og við viljum þakka þeim fyrir aðstoð þeirra við framkvæmdina."

Fröken Joanne Scerri, Mannauðsstjóri, MISCO, Malta

"Hjá Climax’ viljum við alþjóðlegt starfsfólk til að starfa með hinum fjölmörgu alþjóðlegu viðskiptavinum okkar. EURES veitir hina fullkomnu þjónustu fyrir veitingastaði okkar og gerir það á skilvirkan og hjálpsaman hátt. EURES ráðgjafi okkar á staðnum veit nákvæmlega að hverju við erum að leita þegar við ráðum starfsfólk og er alltaf fljótur að hafa samband við okkur þegar hann finnur athyglisverða ferilsskrá."

Papangelis Polyhronis, Eigandi, Climax Restaurant and Bar, Grikklandi

Við myndum gjarnan vilja fá uppástungur euresatela [dot] europa [dot] eu (í tölvupósti) varðandi ný atriði sem bæta má við gátlistann (netfang: euresatela [dot] europa [dot] eu (eures[at]ela[dot]europa[dot]eu)).