Skip to main content
EURES
fréttaskýring8 Janúar 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Ávinningurinn af því að starfa í Portúgal – saga Búlgaríumanna

Á síðustu þremur árum hafa yfir 800 árstíðabundnir starfsmenn frá Búlgaríu fengið störf í landbúnaði í Portúgal.

The benefits of working in Portugal – the Bulgarian story
EURES Plovdiv

Áætlunin um hreyfanleika árstíðabundinna starfa er stutt af EURES í Búlgaríu í nánu samstarfi við EURES í Portúgal. Verkefnið aðstoðar atvinnurekendur í Portúgal að ráða tímabundna starfsmenn í landbúnaðarstörf á háannatíma, þegar þeim vantar mannskap í vinnu.

Bændur frá Búlgaríu eru einnig að aðstoða samstarfsmenn sína í fallega umhverfinu í Algarve, sem er syðsta héraðið í Portúgal og eitt helsta ferðamannasvæði í Evrópu. Algarvehérað býður upp á mikið úrval af árstíðabundnum starfsmöguleikum á sviði landbúnaðar og ferðamennsku, í fallegu umhverfi með myndrænum strandlengjum og frábæru loftslagi.

Opinbera vinnumiðlunin í Búlgaríu ber ábyrgð á því að skipuleggja allt ferlið, og veitir alhliða ráðningarþjónustu fyrir bæði atvinnuleitendur og vinnuveitendur.

Þeir sjá hugsanlegum umsækjendum fyrir upplýsingum, taka þátt í að forvelja starfsmenn, skipuleggja viðtöl í landinu og veita víðtækar upplýsingar varðandi lifnaðar- og starfshætti til umsækjendanna sem valdir hafa verið í starfið. EURES ráðgjafar sjá um að aðstoða bændurna á öllum stigum leiðarinnar – allt frá umsóknarferlinu að ráðningarviðtölum, á ferð þeirra til Portúgal og jafnvel á heimleið þeirra.

En auðvitað er starfsmenn EURES í Búlgaríu ekki einir í þessu. Þeir njóta aðstoðar og stuðnings samstarfsmanna sinna í Portúgal.

“Það er mikilvægt að taka fram að við störfum náið með EURES teyminu í Portúgal, sem aðstoðar okkur í samskiptum við vinnuveitendur,” segir Daniela Piryankova, sem er EURES ráðgjafi og starfsþjálfari hjá opinberu vinnumiðluninni í Búlgaríu.

Þeir hjálpa ekki aðeins við stjórnun og samskipti við atvinnurekendur, heldur sjá þeir einnig um heimsóknir á bænabýlin til þess að tryggja að starfsmennirnir frá Búlgaríu hafi allt sem þeir þurfa.

Það er þetta nána samstarf og þessi mikla athygli sem starfsmenn veita öllum atriðum sem hefur leitt til þessa mikla árangurs í samstarfinu milli Búlgaríu og Portúgals á undanförnum árum.

Að starfa í Portúgal hefur ýmiss konar ávinning: fallegar strendur, stórbrotið landslag Íberíuskagans, sem og ferskt sjávarfang og vín. Þetta er hið fullkomna umhverfi fyrir þá sem eru að leita að góðu jafnvægi milli starfs og einkalífs.

Ef þú ert að leita að hinu fullkomna árstíðabundnu starfi, af hverju þá ekki reyna við Portúgal? Hafðu samband við nánasta EURES ráðgjafa þinn í dag til að fá frekari upplýsingar.

 

Tengdir hlekkir:

EURES Búlgaría

Opinber vinnumiðlun - Bulgaria

EURES Portúgal

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

 

Viðfangsefni
EURES bestu starfsvenjurÁbendingar og ráðVinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttirNýliðunarstraumar
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.