Skip to main content
EURES
fréttaskýring30 Júní 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

8 nauðsynlegir færniþættir til að ná árangri eftir COVID-19

Vísindamenn velta vöngum yfir því hvernig heimurinn muni breytast eftir COVID-19 heimsfaraldurinn en flestir þeirra eru sammála um að vinnustaðir verði ekki samir. Hér eru átta færniþættir sem við teljum að verði nauðsynlegir fyrir launþega og fyrirtæki eftir kórónaveiruna.

8 essential skills to succeed in a post-COVID-19 world
Shutterstock

Forysta

Það getur verið að það hafi hægst á útbreiðslu kórónaveirunnar en fjarvinna verður sívinsælli. Nú þegar fleiri fyrirtæki gefa starfsmönnum sínum kost á því að vinna heiman frá sér verður góð forystuhæfni sífellt nauðsynlegri. Teymisstjórar og yfirmenn þurfa að geta vakið áhuga og hvatt samstarfsmenn sína áfram og hvatt til samstarfs í fjarvinnu. Auk þess verða teymi sífellt sveigjanlegri í gigg-hagkerfinu þar sem þörf er á frumkvæði og forvirkni hjá öllum sem koma við sögu.

Tilfinningagreind

Tilfinningagreind er getan til að skilja og vera meðvituð/aður um eigin tilfinningar og annarra. Hún býr yfir fjölmörgum þáttum – meðvitund, skilningi og stýringu en fyrst og fremst snýst hún um forystu með hluttekningu, áhrifamætti og samstarfi. Heimsmyndin eftir COVID-19 kann að verða full af óvissu og áskorunum og munu fyrirtæki þurfa tilfinningagreinda forystumenn til að lóðsa starfsmenn sína í gegnum þessa erfiðu tíma.

Tæknikunnátta

Við höfum séð að tækni eins og þjarkar, viðbótarveruleiki, internet hlutanna og gervigreind getur hjálpað fyrirtækjum við að standa betur af sér heimsfaralda framtíðarinnar. Fólk sem getur hjálpað fyrirtækjum við að nýta sér slíka tækni á eftir að verða ómissandi í framtíðinni. Allt frá verksmiðjum til lögfræðistofa – vinnumarkaðurinn mun í auknum mæli þarfnast starfsmanna með fullnægjandi tæknikunnáttu.

Stafræn hæfni og forritunarkunnátta

COVID-19 kreppan hefur sýnt okkur að fyrirtæki með kraftmikla stafræna viðveru eru ekki eins berskjölduð fyrir efnahagsniðursveiflum og heimsfaröldrum. Því getur verið að fólk með kunnáttu á sviði stafrænar markaðssetningar, vefþróunar, vefhönnunar og forritunar eigi eftir að verða ómissandi við að hjálpa fyrirtækjum við að halda sér á floti á erfiðum tímum. Þar sem vaxandi fjöldi fyrirtækja er rekinn í stafrænum heimi eru tækifærin til að notfæra sér stafræna kunnáttu endalaus.

Aðlögunarhæfni

Útgöngubannið hefur leitt af sér margar óvæntar breytingar á lífi okkar. Vinnuhættir okkar munu vafalaust breytast og starfsmenn, sem geta lagað sig hratt að breytingum, eiga eftir að verða dýrmætir vinnuveitendum. Aðlögunarhæfni snýst ekki bara um að fagna breytingum á starfsskyldum – hún snýst líka um að tileinka sér stöðugt nýja færni og fríska upp á gamla til að vera með á nótunum á vinnumarkaði.

Sköpunargáfa og nýsköpun

Við höfum séð mikilvægi sköpunargáfu og nýsköpunar í kórónaveiruheimsfaraldrinum. Fyrirtæki, sem hefur tekist að finna nýjar leiðir til að bjóða upp á þjónustu á netinu, eða breyta framleiðslu sinni með hraði, hafa verið öðrum fyrirmynd. Í heiminum eftir kórónaveiruna á sköpunargáfa eftir að leika lykilhlutverk.

Gagnalæsi

Fyrirtæki sem skilja þróun í viðskiptum eru betur sett til að bregðast við óvæntum aðstæðum. En til að geta það þurfa fyrirtæki starfsmenn sem búa yfir gagnalæsi, sem geta túlkað upplýsingarnar og stungið upp á lausnum út frá þeim. Af þeim ástæðum á fólk með gagnalæsi eftir að verða dýrmætara fyrir atvinnurekendur en nokkru sinni áður.

Gagnrýnin hugsun

Falsfréttir og upplýsingafölsun flæða um internetið svo fyrirtæki þurfa að treysta á gagnrýna hugsun til að taka upplýstar ákvarðanir. Mikil eftirspurn á eftir að verða eftir miðlalæsi og getunni til að leggja hlutlægt mat á upplýsingar frá mismunandi uppsprettum.

Lestu þessa grein um það hvernig sex Evrópufyrirtæki notuð suma af færniþáttunum að ofan til að komast af í kreppunni.
 

 

Tengdir hlekkir:

Það sem fyrirtæki hafa gert til að laga sig að ástandinu og búa sig undir framtíðina eftir COVID-19
 

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

 

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfYtri hagsmunaaðilarÁbendingar og ráðVinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttirNýliðunarstraumarUngmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.