Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring22 Janúar 2021European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

5 ráð fyrir heilbrigt jafnvægi á milli vinnu og einkalífs við takmarkanir af völdum COVID-19 í vetur

Vetrarmánuðirnir geta valdið því að þú finnur ekki fyrir eins miklum áhuga og verð meiri tíma heima fyrir. Það getur valdið erfiðleikum við að halda jafnvægi á milli vinnu og einkalífs en takmarkanirnar vegna COVID-19 eru ekki til að bæta úr skák. Kíktu á 5 bestu ráðin okkar fyrir betra líf við takmarkanirnar í vetur!

5 tips for a healthy work-life balance during winter COVID-19 restrictions
EURES

1.Settu heilsuna í forgang

Það er mikilvægt að muna að hugsa um sjálfa(n) sig með reglulegum hléum frá skrifborðinu og finna leiðir til að hreyfa sig. Fjölbreytt netnámskeið eru í boði til að auðvelda þér að hreyfa þig innandyra þegar þér hentar - hvort sem þú hefur áhuga á jóga eða ákefðarþjálfun, það er eitthvað í boði fyrir alla.

 

2.Komdu þér upp vetrarrútínu

Það getur verið að rútínan frá því sumar þegar þú vannst heiman frá þér virki ekki eins vel í lítilli dagsbirtu og vetrarkuldanum. Ef þú gerir breytingar á daglegri rútínu þinni getur verið að þú komir fleiru í verk. Veltu fyrir þér að fá þér göngutúr eða fara út að hlaupa í hádeginu frekar en eftir vinnu til að nýta dagsbirtuna til fulls. Ef þú hefur sveigjanlegan vinnutíma getur þú meira að segja gert lítilsháttar breytingar á vinnutíma þínum til að fá smá birtu í lífið að vinnudegi loknum.

 

3.Fylgdu sömu grundvallarreglum

Ef þú vinnur heiman frá þér skaltu reyna að fylgja góðum venjum. Ef þú einskorðar þig við að vinna í einu herbergi í húsinu, byrjar vinnu á sama tíma á hverjum degi, heldur vinnurýminu þínu hreinu og tekur þér regluleg hlé með því að taka augun af skjánum og standa upp, yfirgefur skrifborðið og teygir úr þér getur það hjálpað þér við að halda góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Ef þú hefur búið við COVID-19 takmarkanir í langan tíma skaltu reyna að halda þig við góðar venjur.

 

4.Ekki gleyma félagslegu hliðinni

Þó að COVID-19 takmarkanir komi í veg fyrir að þú getir farið í vinnuna eða hittir vini þína getur Zoom, Microsoft Teams og Facetime verið frábær verkfæri til að vera í sambandi við fólk. Þú getur fagnað afmælisdögum og hátíðisdögum með því að senda kort og fá þér tebolla eða vínglas í gegnum Zoom. Ef þú einsetur þér að spjalla við samstarfsmenn þína í fimm mínútur með kveikt á myndavélinni getur það haft mikil áhrif á vinnudaginn og kannski ert þú eini einstaklingurinn sem talar við þá í heimavinnunni.

 

5.Kynntu þér skemmtun á netinu

Sífellt fleiri viðburðir eru nú haldnir á netinu vegna COVID-19. Það þýðir að þú getur enn sótt tónleika, spurningaleiki, sýningar, grínkvöld og matreiðslunámskeið úr stofunni þinni! Með slíkum viðburðum hefur þú eitthvað til að hlakka til í vikulokinn auk þess sem þeir skapa skemmtilegar minningar sem þú getur deilt með vinum þínum en fylgt leiðbeiningum stjórnvalda á sama tíma.

Þar hefur þú það – 5 ráð til að viðhalda heilbrigðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs við COVID-19 takmarkanir í vetur. Fleiri ráð fyrir heimavinnu má finna í Fimm auðveld skref til að gera heimavinnuna auðveldari.

 

Tengdir hlekkir:

Zoom

Microsoft Teams

Facetime

Fimm auðveld skref til að gera heimavinnuna auðveldari

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfEURES þjálfunÁbendingar og ráðUngmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.