Hinn raunverulegi heimur
Það er sjálfsagt hægt að ímynda sér hvernig epli bragðast með því að hlusta á lýsingar annarra, en besta leiðin er þó að smakka það sjálfur. Það sama gildir um menntun. Að fá upplýsingar úr bók eða frá kennara er oft ekki nóg til að ná utan um heildarmyndina. Hægt er að lesa heimsins bestu bækur varðandi ákveðið efni, hvort sem það er sagnfræði eða markaðsfræði, en það stenst aldrei samanburðinn við raunverulega reynslu.
Þegar menntun og starfsreynsla sameinast, er lagður sterkur grunnur fyrir farsælan starfsferill. Menntun ein og sér gefur þér fræðilegan grunn varðandi efnið, en hefur ekki hagnýt gildi.
Vertu skrefi á undan
Myndirðu ráða manneskju sem hefur einungis fræðilega þekkingu, eða myndirðu velja starfsmann sem býr bæði yfir fræðilegri þekkingu og reynslu á sviðinu? Í hvert sinn sem staða sem er sérsniðin fyrir ungt fólk er auglýst, má reikna með fjölda umsækjenda sem reyna að komast að á undan öðrum.
Hafa verið í starfsnámi, gefur manni forskot þar sem maður er í bókstaflegri merkingu skrefi á undan öllum sem ekki hafa neina raunverulega reynslu. Það lítur vel út á starfsferillsskránni og þótt enginn búist við því að þú “kunnir þetta allt”, þá gera atvinnurekendur sér grein fyrir því að þú hafir ýmislegt fram yfir þá sem hafa aldrei litið upp úr bókunum.
Starfsnámið getur veitt þér forskot þegar þú keppir um að komast í draumastarfið!
Frábær reynsla
Það var mér dýrmæt reynsla að fá raunverulaga ábyrgð í starfi. Það hjálpar manni að þroskast, bæði persónulega og sem starfsmaður. Gættu þess bara að komast að hjá fyrirtæki sem kann að meta krafta þína en notar þig ekki bara í einhæf verk.
Það er mikil áskorun þegar yfirmaðurinn gefur þér ábyrgð á verkefni í fyrsta sinn og það er mjög líklegt að þú finnir fyrir mikilli spennu. En mundu samt að þú ert ekki hérna vegna einskærrar heppni. Þú færð svona tækifæri vegna reynslu þinnar og hæfileika. Yfirmaðurinn þinn réð þig ekki af tilviljun, og ef hann trúir því að þú sért tilbúinn í mikilvægt verkefni, þá er það sennilega rétt hjá honum. Enginn heldur því fram að þetta sé auðvelt, en þú munt vafalaust ná að vinna þig út úr vandamálum sem koma upp og koma sterkari út úr reynslunni.
Menningarleg þekking
Hvort sem það er í heimalandi þínu eða erlendis, veitir starfsnám þér tækifæri til að læra um nýja fyrirtækismenningu. Í Þýskalandi eru hlutirnir yfirleitt leystir á annan hátt en ég á að venjast frá Finnlandi. Ekki endilega á verri hátt, en öðruvísi. Svona reynsla veitir þér góða þekkingu á hverning mismunandi fyrirtæki stjórna rekstri sínum. Taktu jákvæðu reynsluna og nýttu hana í þína þágu.
Inn fyrir þröskuldinn
Aldrei telja þér trú um að þú sért “of góð(ur)” fyrir starfsnám. Ef þú heldur að þú getir gengið beint í fullt starf eftir skóla, gætir þú átt von á að rekast á veggi. Flest fyrirtæki bjóða upp á starfsnám, og þú er mun líklegri til að komast í fullt starf ef þeir þekkja þig og vita hvað þú stendur fyrir, eftir að hafa sannað kosti þína sem starfsnemi. Og ef fyrirtækið býður ekki upp á starfsnám, nú jæja... eins og komið hefur fram áður: það sakar ekki að vera skrefi á undan.
Hefur þú áhuga á starfsnámi? Farðu þá á Drop’pin@EURES til þess að fræðast meira um tækifæri sem bjóðast ungu fólki og til þess að finna starfsnám sem hentar þér fullkomlega!
Tengdir hlekkir:
5 ráð þegar verið er að finna starfsnám
Nánari upplýsingar:
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Eures á Google+
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 5 Október 2017
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ábendingar og ráðUngmenni
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles